föstudagur, júní 11, 2004

Midvikudagurinn hófst med trumum og eldingum og tess vegna vaknadi ég tveimur tímum fyrr en ég aetladi. Úti var hellirigning og leit út fyrir ad geta verid tannig allan daginn. En ég setti upp bjartsýnissvipinn minn og fór ekki í regnúlpunni minni á brautarstödina. Lestarferdin tók bara 4 tíma og á leidinni sá ég nokkur tré sem eldingum hafdi lostid nidur í og frétti um hús í Hamborg sem brann. Ég var svo komin til Horsens um hálftvö og rölti um baeinn, fann fyrir allri stemmningunni sem lá í loftinu og gladdist vid ad hlusta á dönskuna, sem mér tykir ólíkt fallegra mál en týskan.

Hlidin áttu ad opna klukkan 18, svo rúmlega fjögur ákvad ég ad tími vaeri kominn til ad leita ad rétta stadnum. Ég spurdi afgreidslukonu í búd til vegar og hún sagdi ad ég tyrfti einfaldlega ad ganga upp naestu götu ad verslunarskólanum og beygja tar til vinstri og tá gaeti ég ekki misst af svaedinu. Ég gekk tá götu en fann engan verslunarskóla heldur fullt af skiltum med pílum sem bentu á bílastaedi fyrir tónleikana en taer pílur lágu allar til haegri. Ég ákvad nú samt ad treysta teim frekar en búdarkonunni og rambadi á rétta stadinn. Fullt af fólki var maett og stód í rödum vid hlidin, ég var í midri röd vid hlid númer trjú. Inni á leikvanginum voru hljódprufur í gangi og alveg til sex, eftirvaentingin jókst med hverju lagi (flest gömul rokklög) sem barst yfir girdinguna og tegar lagid Lady Madonna var spilad voru flestir í rödinni farnir ad dansa.

Ég var ekki bjartsýn med ad lenda á gódum stad, tví tarna voru 20.000 manns og ég hélt ad búid vaeri ad afmarka svaedid tannig ad hlid númer eitt fengi besta svaedid og svo framvegis. Mér til mikillar furdu gat ég gengid beint ad svidinu og var fyrir midju fjóra metra frá fremstu rödinni, u.t.b. 10-15 metra frá hljómsveitinni. Tessum stad hélt ég svo til loka tónleikanna. Fyrst skildi ég ekkert í tví hvar allt fólkid sem var á undan mér í rödinni og í hinum rödunum var, en svo sá ég ad flestir höfdu farid beint ad matsölubásunum og keypt sér eitthvad ad borda og bjór ad drekka. Furdulegt hversu mikid Danir eru fyrir ad borda, fólkid á undan mér í rödinni var étandi nesti allan tíma og inni á leikvanginum voru allir étandi og mamman í fjölskyldu sem var í nágrenni vid mig, var alltaf ad draga eitthvad nýtt upp úr töskunni sinni og passa ad allir bordudu.

Ég hafdi nógan tíma til ad virda allt hitt fólkid fyrir mér og tad var á öllum aldri, mátti meira ad segja sjá trjár kynslódir sömu fjölskyldunnar og mátti ekki á milli sjá hver teirra var spenntust. Vid hlidina á mér stódu fedgar sem settust á malbikid í mestu makindum og skiptu med sér appelsínu án tess ad skeyta nokkud um trodninginn í kring. Pabbinn stód samt fljótlega upp en sonurinn, u.t.b. 15 ára sat grafkyrr og hóf jógaaefingar en vard sífellt fyrir truflunum af umgangi annarra og dró tá upp úr taupoka Hinn guddómlega gledileik Dantes. Ekki fallega og netta kiljuútgáfu, heldur einhverja vidamikla útgáfu í hördu bandi, sem var u.t.b. 10 sentímetrar á tykkt, sem reyndist gagnlegt tegar tónleikarnir hófust, tví tá pakkadi hann bókinni inn í pokann og stód á henni til ad baeta útsýnid. Brádsnidugt. Einnig var tarna fullt af Íslendingum, ég heyrdi í teim í rödinni og sá íslenska fánanum bregda fyrir tegar ég leit aftur fyrir mig.

Hálfátta byrjadi svo allt í einu ad rigna og tad ekkert smá, en vedurgudirnir höfdu tó vit á ad láta stytta upp fimm mínútum fyrir tónleikabyrjun. En taeknimennirnir reyndust ekki hafa nándar tví naerri eins mikid vit, tví í ljós kom ad takdúkurinn lak og til einskis ad hamast vid ad turrka upp og skúra gólfid, tví trátt fyrir ad stytt vaeri upp lak alltaf úr takinu. Á endanum var madur látinn klifra upp í rjáfur og líma fyrir verstu stadina med límbandi, tegar tví var lokid og hann kominn heilu og höldnu nidur tá gátu taeknimennirnir skúrad almennilega og gert allt fínt (mér fannst hins vegar brádsnidugt ad einn teirra var í Rolling Stones jakka).

Tá eftir hálftíma seinkun gátu tónleikarnir loks hafist. Reyndar hófust tónleikarnir ekki, heldur var nokkurs konar sirkussýning fyrst - menn á stultum og loftfimleikakonur, voda flott og litríkt en ekki ástaedan fyrir veru minni tarna svo ég var fegin ad tad tók bara korter og tá gátu tónleikarnir sjálfir hafist. Litríkt tjald var dregid frá og tá stód hljómsveitin á svidinu og hóf ad spila, allir svartklaeddir, nema Paul sem var í raudri og hvítri peysu. Ekki nóg med ad hann vaeri í dönsku fánalitunum heldur reyndi hann í sífellu ad tala dönsku vid mikinn fögnud áhorfenda. Hann var med fjöldamargar setningar skrifadar og las taer upp, kalladi hljómsveitamedlimina medal annars seje drenge og áhorfendur dejligt publikum og sagdi óteljandi sinnum tak, tak, mange tak. Hljómsveitarmedlimirnir fjórir voru svo kynntir einn og einn í einu og fékk hver ad segja nokkrar setningar og allir reyndu teir ad tala dönsku (einn teirra sagdist tví midur ekki kunna dönsku, en hann var med segulband og spiladi upptöku af danskri konu sem sagdi: Verid velkomin á tónleikana og skemmtid ykkur vel í kvöld og munid ad tad er bannad ad klína tyggjói undir saetin). Samsetningin er reyndar soldid skondin, hljómbordsleikarinn minnir á Ted (úr Queer Eye), trommuleikarinn er stór og mikill med ofbodslega flotta rödd (og átti fullt af addáendum í tvögunni) og gítarleikararnir tveir voru flottir ungir strákar.

Lagavalid var mér í hag, tad er ad segja litid um Wings lög, en teim mun meira um bítlalög og mörg hver lög sem hann er ad spila í fyrsta sinn á tónleikum í sumar (flest af Revolver, Rubber Soul og Hvíta albúminu - ég gafst upp á ad telja hversu mörg lögin voru en las tad ad tau hefdu verid meira en 30 í allt). Vid hvert lag voru svo myndskreytingar á skjáum bak vid hljómsveitina - oft mjög flott, eins og í lögunum Back in the USSR og I saw her standing there, í raun og veru vid öll lögin, og í Live and Let Die (James Bond laginu) tá gaus upp eldur baedi fremst og aftast á svidinu og smáflugeldar til hlidar.

Tónleikarnir sjálfir voru tveir og hálfur tími og var Paul á fullu allan tímann (mig langar til ad hafa svona mikla orku tegar ég verd 62) tó ad hljómsveitin fengi smá hvíld um midbikid, en tá stód hann einn med kassagítar og spiladi nokkur lög, tar á medal In Spite of All the Danger (sem fyrir forvitna er fyrsta lagid sem Bítlarnir hljódritudu - 1957/8, tegar teir voru bara strákar og er eina vardveitta lagid sem er eftir Harrison/McCartney). Tessa sólósyrpu endadi hann med ad spila lag sem hann samdi um John eftir ad hann dó og eftir ad hljómsveitin kom inn spiludu teir All Things Must Pass fyrir George (eina ekki frumsamda lagid á tónleikunum) og tar sem allir voru komnir med tárin í augun var létt á andrúmsloftinu med tví ad minnast á ad ekki maetti gleyma Ringo og Yellow Submarine spilad honum til heidurs. (Madurinn er skemmtikraftur fram i fingurgóma, aetti audvitad ad hafa aefinguna, tví hann hefur komid reglulega fram í rúm 45 ár)

Sídan voru náttúrulega klassísku lögin, eins og Long and Winding Road, Yesterday og Hey Jude, tar sem allir sungu nanana kaflann med (líka med kun kvinder og kun maender). Vid sídasta uppklapp kom svo Helter Skelter og svo Sgt. Peppers/The End. Ég leit stundum í kringum mig og tad ad sjá fólk á öllum aldri, af fjöldamörgum tjódernum standa saman í hóp, dáleitt af tónlistinni og syngjandi med - er alveg ótrúleg sjón og yljar ad inn ad hjartarótum. Tad ad fara á tessa tónleika var fullkomlega tess virdi tví ég á aldrei eftir ad gleyma tessari upplifun og ekki skemmdi fyrir ad ég var á mjög gódum stad, tetta er eitthvad sem ég maeli med ad allir geri.

Sídan ad tónleikunum loknum tá villtist ég smá í Horsens ádur en ég fann brautarstödina og hitti Hanne tar. Hún var svo almennileg ad leyfa mér ad gista og kom tví svo fyrir ad morguninn eftir fór ég med vinkonu hennar sem var á leid til Flensborgar og sparadi mér tar med heilmikinn tíma. Sídan kom ég til Kielar um hádegisbil og var ekki alveg viss um hvort ad tetta ferdalag mitt hefdi verid gódur draumur eda blákaldur veruleiki en hallast ad tví ad tad hafi verid eitthvad tar á milli.

Engin ummæli: