mánudagur, júní 28, 2004

Tá er níu daga Kílarvikan á enda og eins og ég hafdi ádur heyrt tá rigndi allan tímann og rignir enn. Ég var farin ad hlakka til ad fá ad sjá sólina í júlí tar til Linda sagdi mér ad júlí vaeri adalrigningamánudurinn hérna og ég sem var hraedd um ad tad yrdi of heitt fyrir mig hérna.

Tad er reyndar ekkert mikid ad frétta, ég fór á naestum alla daga Kílarvikunnar, svona til ad upplifa stemmninguna - sem var oftast gód - en mikid verdur tómlegt ad sjá baeinn audan núna eftir helgina. Tad var oftast gaman og ég med skemmtilegu fólki - gaerdagurinn og kvöldid var virkilega skemmtilegt og tá var ég med Catharinu, Sigrúnu og Jürgen. Vid ráfudum um allan baeinn tví tetta var nú sídasti dagurinn - gerdum bragdprufur á Carlsberg og týskum bjórum - tar sem danski bjórinn vann, miklu betri en tetta týska sull ;-) Sídan horfdum vid á flugeldasýninguna klukkan ellefu sem var risastór og vid sáum fullt (meira ad segja broskallaflugelda) tótt vid vaerum illa stadsett - tad var nefnilega risastórt tré ad tvaelast í sjónlínunni.

Á laugardaginn fór ég med Catharinu ad Schilksee ad horfa á skrúdgöngu stóru skútnanna (Windjammerparade) og tad var mikilfenglegt ad sjá öll tessi risastóru og mörg hver eldgömlu seglskip sigla töndum seglum. Reyndar vard tad leidigjarnt til lengdar enda 115 skútur í skrúdgöngunni. Og á tessum degi sást til sólar í fyrsta sinn í taepa viku. Annars var alltaf nóg ad gera og sjá, tó ekki vaeri nema mannlífid og láta berast med straumnum.

Á skemmtilegheitunum var tó ein undantekning - og vegna rigningarinnar er ég emma öfugsnúna í dag og skrifa bara um tad leidinlega. En svo bar til ad ég hitti stelpu á fimmtudaginn sem ég kannast ágaetlega vid og hún var ad tala um ad hún faeri á alla vidburdina med félögum sínum og ad tau nenntu aldrei ad gera neitt sem hún vildi og spurdi hvort ég vaeri til í ad koma med sér daginn eftir ad skoda tad sem um vaeri ad vera. Ég baud henni ad koma med mér og Catharinu naesta kvöld ad flaekjast, en tad tótti henni of seint, tví tá yrdi hún örugglega of treytt, tannig ad vid sammaeltumst um ad hittast klukkan hálftvö um daginn. Ekki vorum vid fyrr komnar í baeinn en hun tilkynnti mér ad hana vantadi buxur og tyrfti ad leita sér ad buxum - ég hugsadi sem svo ad tad vaeri alveg haegt ad gera svona inn á milli og samtykkti tad. Tad endadi med einum og hálfum tíma í rápi um búdir tar sem allt var annadhvort of dýrt eda of litríkt (hana vantadi óvenjulegar buxur sem áttu ad vera brúnar eda gráar og án alls óvenjulegs).

Tá turfti hún ad fara ad kvedja vinkonu sína á járnbrautarstödinni - sem var allt í lagi, en ad tví loknu sagdist hún vera svo treytt ad hún vaeri ad hugsa um ad fara heim. Ég vard daudfeginn tví vid vorum ekki ad gera neitt skemmtilegt og samtykkti tví ad koma med henni í matvörubúd, tví hún var svöng og átti ekkert heima hjá sér til ad borda. Stoppid í matvörubúdinni var klukkutími og ég held ad hún hafi handleikid hverja vöru í búdinni til ad reyna ad ákveda hvad hún aetladi ad kaupa. Eftir klukkutíma gafst ég upp og fór ad kassanum og borgadi tad sem ég aetladi ad fá - hún elti ófús tví tá átti hún nefnilega eftir ad velja sér nammi.

Út komumst vid og ég var alveg uppgefin og sagdist vilja fara heim, en tá var hún ordin hin hressasta og langadi til ad skoda altjódlega markadinn og tar sem ég hafdi bara séd hann í mannmergd féllst ég á ad koma med. En fyrst turfti hún ad kaupa sér eitthvad ad borda, tví hún hafdi víst bara keypt hráefni í kökubakstur í búdinni, svo vid keyptum okkur pizzusneidar og bordudum. Og loks komumst vid á markadinn, en hún hafdi engan áhuga á básunum med fallegu hlutunum frá öllum löndunum - bara matnum og ég fékk ekki ad skoda neitt í fridi fyrir spurningum um hvernig tetta og hitt skyldi nú bragdast. Hún fékk sér trisvar í vidbót ad borda og endadi svo med tegar ég sagdi ad nú faerum vid heim, med tví ad vinda sér inn á kaffihús tví hana vantadi eitthvad saett og tar hesthúsadi hún tveimur kökum. Tannig ad tó ég hafi ekki nád ad skoda allt fallega handverkid á markadnum veit ég hvad var í bodi í öllum matartjöldunum. Tetta var virkileg martröd og ég skil ekki af hverju ég fór bara ekki heim, en ég reyndi ad tala vid hana og hún var alltaf ´ó fyrirgefdu´ og tar sem ég átti erfitt med ad labba bara í burtu og skilja hana eftir dróst ég alltaf med - ég held ég turfi á námskeidi ad halda í tví ad laera ad segja nei og haetta ad láta vada svona yfir mig.

En núna er ég búin ad röfla nóg í bili og aetla ad koma mér í tíma - trátt fyrir allt nöldrid tá lídur mér býsna vel hérna og hef tad gott - tarf bara ad laera ad fordast sumt fólk :-)

Engin ummæli: