fimmtudagur, janúar 17, 2008

dæ hard eitt, dæ hard tvö...

Ég var búin að gleyma hvað þetta var fyndið (úr Áramótaskaupinu 2001)




Annars var leikurinn áðan virkilega sorglegur (með hjálp skype, pabba og mbl.is tókst mér að fylgjast með honum). Svíagrýlan er greinilega í fullu fjöri, því ekki virtust Svíarnir vera neitt betri en íslenska liðið þegar það spilar af venjulegri getu. Og það er alltaf grátlegt að tapa með stórum mun fyrir liði af sama styrkleikaflokki.

5 ummæli:

Name withdrawn sagði...

Mjög viðeigandi svona þar sem hann Dabbi á nú afmæli í dag og er bara orðinn 60.

Sá ekki leikinn og sé að það var vel.

Kolfinna sagði...

Á hann afmæli í dag? Hehe, ég var ekki búin að kveikja á því.

Ég var líka mjög glöð yfir að hafa ekki séð leikinn, alveg nógu slæmt að hlusta á/lesa um hann.

Kolfinna sagði...

Og ef strumparnir voru fimmtugir í síðasta pósti og Dabbi sextugur í þessum, þarf ég þá ekki einhvern sjötugan sem þemað í þeim næsta?

Nafnlaus sagði...

Hahaha brilliant video. Og það virðist vera að hún Solla sé að verða sammála honum Birni með herinn ...Kannksi að Dæ hard 4 hafi gert gæfumuninn hehe

http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/01/17/island_axli_abyrgd_a_eigin_oryggi_2/

Nafnlaus sagði...

Ég myndi nú ekki segja að sænski markvörðurinn hafi verið í sama styrkleikaflokki. Fertugur karlinn, risaeðlan frá tíma Svíagrýlunnar, og það var nóg til að stoppa okkur. Og nú segist Óli Stef ekki geta spilað næstu tvö leiki vegna meiðsla. Hann er örugglega bara grenjandi uppá hótelherbergi. Við verðum að fara að senda þessa svokölluðu atvinnumenn í bootcamp eða bara út í buskann!

U.