föstudagur, janúar 11, 2008

gleðilegt ár

Þá er ég komin aftur til útlandsins, enn á íslenskum tíma og með fulla tösku af nammi, aðallega til að sanna það að íslenskt nammi er best í heimi (og þess vegna er ég á leið út í búð núna áður en ég geng meira á birgðirnar, voðalega fátt annað til ætilegt á heimilinu).

Ef mér telst rétt til tók ferðalagið 19 tíma, frá því að ég lagði af stað að heiman og þangað til ég var komin heim aftur (notkun mín á heim/heiman/heima er mjög frjálsleg þessa dagana). Ég gæti kvartað, til dæmis um þrengsli í flugvélinni, hvað það tók langan tíma að komast í gegnum vegabréfaskoðun (löng röð og fáir að vinna) og örugglega margt fleira - en þar sem ég komst heilu og höldnu á áfangastað og var hleypt inn í landið nenni ég því ekki.

Þar sem ég hef bara haldið mig inni í herbergi í dag hef ég enn ekki séð neitt lífsmark hérna nema hjá kisu, sem er alveg óð í athygli og umhyggju, enda verið meira og minna ein síðustu þrjár vikurnar.

Jólafríið heima var yndislegt, ég gerði kannski ekki margt en það var allt skemmtilegt (fór meðal annars vestur á Ísó) - tíminn hljóp gersamlega frá mér og ég hefði alveg getað hugsað mér að vera lengur, svo það var erfitt að fara.


En til að koma mér aftur í bandaríska gírinn tók ég þetta próf:
85% Barack Obama
84% Chris Dodd
83% Hillary Clinton
82% John Edwards
76% Bill Richardson
75% Dennis Kucinich
74% Mike Gravel
74% Joe Biden
39% Rudy Giuliani
33% Tom Tancredo
30% Mitt Romney
27% John McCain
23% Mike Huckabee
20% Ron Paul
20% Fred Thompson

2008 Presidential Candidate Matching Quiz

2 ummæli:

Name withdrawn sagði...

Gott að vita að þú er komin heil og höldnu til Íþöku. Og mér sýnist úrslitin þín úr þessu bandaríska forsetaquiz ríma við mín. :)

Kolfinna sagði...

Er það ekki bara hið fornkveðna: "Great minds think alike"?

:o)