sunnudagur, janúar 27, 2008

:o)

Það styttist í forsetaforvalið í New York-fylki (5. febrúar). Ég hef ekki heyrt neinn hérna minnast á forval repúblikana, enda er þetta víst vinstrisinnaðisti bær landsins. Að auki er það forval ekki nærri því jafnspennandi og keppnin á milli Barracks Obama og Hillary Clinton - stundum finnst mér að það séu alvöruforsetakosningarnar. Fólk hérna setur gjarna upp skilti fyrir framan hús sín til að lýsa yfir stuðningi við menn og málefni (uppáhaldið mitt er: Support Our Troops *** End the War). Á leið minni út í búð áðan (kortersganga) sá ég að minnsta kosti átta Obama-skilti en ekki eitt einasta Clinton-skilti, en það misræmi gæti reyndar stafað af því að stuðningsmenn Obama eru mun duglegri við að ganga í hús og bjóða upp á spjöld og alls kyns merki.

Blogglægð vikunnar má skrifa á það að skólinn byrjaði aftur á mánudaginn og síðan þá hef ég haft nóg að gera, bæði í skólanum og því að hitta vini og kunningja. Þeir áfangar sem ég tek/sit í þessa önn eru franska (læra að lesa málið), hettitíska og typology (hef ekki hugmynd um hvað það kallast á íslensku en fjallar um innri gerðir tungumála). Nemendum mínum hefur fækkað og við fáum ekki lengur að vera í sparikennslustofunni - en það er alltaf jafngaman að ofuráhuga þeirra á íslensku.

Hamingjuóskir dagsins fara svo til Unu og Fouads sem eignuðust heilbrigða og fallega dóttur á fimmtudaginn :o)

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Æ mér finnt leiðinlegast að Obama og Hillary þurfi að vera í sama flokknum. Hefði verið ótrúlega gaman að hafa svartn mann og konu berjast um forsetastólinn ...það væri sigur fyrir "minnihlutahópa" sama hver inni hehe.
Konur eru nú kannski ekki minnihlutahópur ...en þú skilur hvað ég meina hehe.

Kv. Arna

Kolfinna sagði...

Ég veit alveg hvað þú átt við og var lengi vel að vonast til að Condoleeza Rice myndi skella sér í forvalið hjá repúblikönum - svona þar sem hún stendur fyrir tvo "minnihlutahópa". Þá fyrst hefði þetta allt orðið spennandi ;o)