mánudagur, janúar 14, 2008

En Æðstistrumpur segir...

Mig dreymdi svo skringilegan en um leið fallegan draum núna í morgunsárið að ég vildi ekki vakna frá honum. Þannig að í stað þess að vakna snemma og verða mikið úr verki eins og ég ætlaði mér, rumskaði ég fyrst við vekjaraklukku sambýlingsins, slökkti svo á öllum þremur vekjarasímhringingunum mínum um leið og þær upphófust og heyrði svo milli svefns og vöku í vekjaraklukku sambýlingsins fara aftur og aftur af stað (og alltaf slökkt á henni jafnóðum).

En samkvæmt draumráðningarsíðu er ekkert neikvætt að finna í draumnum, bara fyrirboða um öryggi, visku, vernd, væntumþykkju og nýtt upphaf.



Svo las ég áðan að Strumparnir ættu fimmtíu ára afmæli í dag. Ég held að teiknimyndirnar hafi komið út með íslenskri talsetningu þegar ég var lítil, allavegana var mikið strumpaæði á þeim tíma - hægt að kaupa strumpabrauð, strumpapáskaegg og strumpanammi og eflaust eitthvað fleira. Ég þarf samt greinilega að horfa aftur á þessar teiknimyndir (hvenær ætli þær komi út á DVD?) því ég man eftir alltof fáum nöfnum - Æðstistrumpur, Strympa, Letistrumpur, Gáfnastrumpur, Hégómastrumpur(?), og Bakarastrumpur eru þau einu sem ég get rifjað upp í fljótu bragði. Hvað hét aftur strumpurinn sem hataði allt og alla?






Which Smurf are you?
created with QuizFarm.com
You scored as Papa Smurf

You are Papa Smurf. You are always the leader of the group and you make all the important decisions, whether you like it or not... You should see what it's like to not lead a group for once, wear somehting that nobody will recognise you in, like white pants, and shave your beard...


Papa Smurf


70%

Lazy Smurf


60%

Vanity Smurf


45%

Greedy Smurf


40%

Smurfette


35%


4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hehe ég er lazy smurf :) reyndar með jafnhátt skor fyrir vanity smurf ...Já ég er greinilega löt og hégómagjörn ;)

En ömurlegt að þú missir af EM í handbolta ...við búin að vinna Tékka núna í 2 vináttulandsleikjum.
Veit reyndar ekki hve mikið ég næ af þessu móti, fer til Bretlands næsta Sunnudag, í skólann og próf :S

Vona að þú hafir það samt gott í útlandinu.

Kv. Arna

Kolfinna sagði...

Hehe, það er ekkert mjög góð blanda ;o)

Ég er eiginlega frekar svekkt að missa af þessu öllusaman, þetta er ljósið í skammdeginu, en vonandi gengur þeim nógu vel til að fá að vera með á næsta móti.

Er strax komið að því? Vá, mér fannst alltaf eins og það væri svo mikill tími til stefnu með það - en verðurðu þá búin með allt sem þú þarft að taka eftir það, eða eru einhverjir flugtímar eftir?

Nafnlaus sagði...

Ég klára (vonandi) síðustu bóklegu prófin núna í þessari törn. Svo er verklega námið eftir. Ég get ekki skráð mig í það fyrr en ég er búin að fá útúr þessum prófum (og ná þeim), en ég stefni á að byrja í þessu verklega í júní. Það ætti að taka um 5 mánuði, svo ef allt gengur upp þá get ég kallað mig atvinnuflugmann í okt/nóv á þessu ári :D

Já tíminn líður hratt og áður en ég veit af verð ég orðin hálf fimmtug !!! Dauðfegin að það lítur út fyrir að ég verði búin með eitthvað fyrir þau tímamót ;)

Kv. Arna

Kolfinna sagði...

Ef þú ert að verða hálffimmtug þá langar mig ekki að telja saman hvað ég verð (finnst ég aldrei vera deginum eldri en tvítug).

En ég er farin að hlakka til þess dags þegar ég heyri í Örnu flugstjóra í kallkerfi flugvélar :D