mánudagur, janúar 21, 2008

naut og steingeit

Eftir að hafa lesið fréttir af sviptingum í borginni á mbl.is rak ég augun í stjörnuspána neðst á síðunni:
Naut: Það söðla um og fara að vinna með alveg nýju fólki getur verið mikið átak. En ef þú ert að sækja í enn betri vinnufélaga, getur þetta verið stórkostleg hugmynd.
Og nú get ég ekki annað en velt því fyrir mér hvort Ólafur F. Magnússon sé í nautsmerkinu.

Ég vona allavegana að þetta sé stórkostleg hugmynd og allt eigi eftir að falla í ljúfa löð í borgarstjórn að þessum gjörningi loknum - en er þrátt fyrir vongæskuna nokkuð viss um að það muni ekki gerast, heldur aukist bara rifrildin og vesenið og við fyrsta tækifæri verði reynt að lokka einhverja úr hinum nýja meirihluta yfir til fráfarandi meirihluta - jafnvel þvert á pólitískar flokkslínur. Á svona stundum fæ ég óneitanlega á tilfinninguna að kjörnir fulltrúar eyði stundum meiri tíma í að rífast og plotta en að huga að því að vinna saman að því að bæta hag fólksins sem kaus þá.

Í síðustu bloggfærslu, þar sem ég leitaði að stórafmæli eða -viðburði fyrir 19. janúar þá miðaði ég við árið 1938, til að halda mynstrinu gangandi. Hins vegar var mér bent á að ég hefði leitað langt yfir skammt því frændi minn hann Jón Orri fæddist þennan dag árið 1983 (einungis 45 árum of seint til að verða sjötugur - en ef 38 er víxlað kemur út 83), hann fær því síðbúnar afmæliskveðjur og þann heiður að vera stórafmælisbarn þessarar færslu :o)

Engin ummæli: