fimmtudagur, júlí 01, 2004

Ég er haett, ég er farin, ég vil ekki vera med í svona asnalegu leikriti. Tad er sumar og ég er í útlöndum en trátt fyrir tad er vedrid ekki gott. Úti eru núna trumur og eldingar og grenjandi rigning - rétt svo haegt ad skjótast á milli húsa án tess ad drukkna í pollum. Alveg greinilegt ad vedrid er sammála tví ad júlí eigi ad vera adalrigningamánudurinn - rétt stytt upp eftir Kílarvikuna og tá kemur fyrsti júlí og ekki ad sökum ad spyrja tad rignir og rignir og rignir. Allir hérna virdast gera rád fyrir ad vedrid sé alltaf svona á Íslandi og öllum finnst voda snidugt ad benda mér á ad mér hljóti ad lída eins og ég sé heima hjá mér - en hérna rignir helmingi meira en heima.

Ég held ad tessi stöduga rigning sé farin ad hafa slaem áhrif á sálartetrid mitt. Ég fór í svona baejarrölt í gaer og í teim búdum sá ég bara litríku fötin, tegar ég var í alvöru farin ad velta fyrir mér ad kaupa skaerbleikar buxur tá fannst mér nóg komid og fordadi mér inn í naestu búd sem reyndist vera skóbúd. Önnur hver búd hérna er skóbúd en samt hef ég aldrei séd skó tar sem mér líkar, tar til í gaer, tá sá ég tessa líka flottu strigaskó sem passa held ég vid öll föt sem ég á - tad er teir eru í öllum regnbogans litum og til ad kóróna allt saman tá er endurskinsmerki á tánum. Ég ákvad ad geyma adeins ad kaupa tá tar til vedrid er ordid gott aftur og ég get aftur metid hluti raunsaett.

Annars er ég farin ad tora ad fara í bíó og ég skil meira ad segja nánast allt sem fer fram, trátt fyrir allt týskt tal og ótrúlegt en satt tá pirrar talsetningin mig ekkert. En hér eru sýndar myndir frá öllum heimshornum, ekki bara tessi daemigerda hollívúddvitleysa - og mér finnst ad íslensk bíó aettu ad taka tad upp.

En afmaeliskvedjur dagsins í dag fara til hjónakornanna Erlu og Tryggva, Erla átti afmaeli í gaer og vard 31 árs og Tryggvi á afmaeli eftir nokkra daga og verdur tá fertugur. Til hamingju :-)

Og svo ad lokum prófsnidurstödur sem ég er stolt af, sérstaklega tar sem ordafordi minn í frönsku midast vid setningarnar trjár sem Hekla kenndi mér fyrir nokkrum árum og sagdi mér ad vaeru tad eina sem madur tyrfti ad kunna í frönsku til ad bjarga sér - hún virdist hafa haft rétt fyrir sér.
Take the quiz: "French Quiz"

Vous etes hyper-chouettes.
Wow you know your French! Or maybe you were cheating. Ca m'est egal! You are an awesome French speaker! Let's go to France together OK? Ok I'll see you there.

Engin ummæli: