mánudagur, apríl 26, 2004

Af hverju aetli helgar lídi svona hratt - eda lídi án tess ad madur geri neitt af viti?

Ég gerdi reyndar alveg fullt - en samt kannski ekki alveg tad sem ég hefdi átt ad vera ad gera. Eftir skóla á föstudaginn hófst svona fyrirlestrarundirbúningur, ég og önnur stelpan sem er med mér í fyrirlestrarhóp fórum og töludum vid kennarann og fengum lista yfir taer baekur sem vid aettum ad nota. Svo fórum vid á bókasafnid ad leita ad bókunum - ég veit ekki hver fann tetta kerfi hérna upp, en tad er ekki ad virka. Hér eru flokkarnir ekki númeradir, heldur notadir trír stafir - sem vaeri sök sér ef öllu vaeri svo radad í stafrófsröd, en tad vaeri kannski fulleinfalt og hér er tví alt vid hlidina á nor og jur og svo ang einhversstadar allt annars stadar. Ad auki er bókunum skipt í deildir eftir tví hvad lánstíminn er langur, svo vid turftum ad fara um allt bókasafnid ad leita ad tessum bókum og tad tók alveg klukkutíma - ekki í fyrsta skipti sem mér finnst ég vera í ratleik hérna. En eitt jákvaett, bókasafnid hérna er áskrifandi ad Mogganum - svo ef ég fae heimtrá, get ég farid tangad og lesid allt bullid tar.

Um kvöldid fór ég og hitti ameríkanana og aetladi med teim á Jahrmarkt, en áaetlanirnar breyttust svo vid fórum á skemmtistad í stadinn. Og hvílíkur stadur, tetta var eins og moldvörpuhola. Fyrst fór madur nidur tröppur og allt var nedanjardar - allt fullt af rangölum og útskotum, trjú dansgólf, trír barir, tvö billjardherbergi, hamborgarastadur og fullt af einhverjum furdulegum herbergjum. Reyndar var stemmningin frekar dauf - kannski ekki skrýtid tví staersta partý ársins var kvöldid ádur, fimm túsund manns ad skemmta sér í matsalnum (og ótrúlegt en satt tá hét tad ekki semester start party). En tessir ameríkanar eru brádfyndnir, tau koma öll frá Pennsylvaníu og eru ad laera týsku tar - ég tekki eina stelpuna, Jaz, ágaetlega og hún er fín, en hin eru svo miklar stadladar týpur ad ég var ad deyja úr hlátri innan í mér allt kvöldid. Ein stelpan var nákvaemlega eins og Rachel í vinum og ad hlusta á hana var brandari, stelpurnar aetludu saman ad versla daginn eftir og hún var alveg ad reikna út, já svo tarf ég bara ad sofa í sjö tíma, kannski bara sex - já og tar sem ég tarf ekki ad slétta á mér hárid í fyrramálid tá get ég bara sett tad í tagl og verid í tessu og tessu, ég skal hitta ykkur í straetóskýlinu klukkan tólf.

Laugardagurinn fór eiginlega í ekki neitt, nema hvad ég tók til, tvodi tvott og treif herbergid mitt og badherbergid - ég held ad tad sé meira ryk hérna en heima, allaveganna eru bara tvaer vikur sídan ég treif allt sídast og allt var ordid ógedslega skítugt aftur. En nú er ég loksins búin ad koma öllu fyrir eins og ég vil hafa tad. Ég hlustadi líka fullt á útvarp - rafhlödurnar klárast svo fljótt fyrir geislaspilarann, og lenti fyrst á stöd sem spiladi bara klassíska tónlist, sem var fínt, Erlkönig kom meira ad segja, svo ég komst alveg í tridju bekkjar fílinginn (alveg ótrúlegt hvad lagid vid tetta flotta ljód er ljótt). Sídan fann ég týska stöd sem spilar daegurlög, ýmist ensk eda týsk og ég sver ad öll týsku lögin eru eins, textarnir hafa allir línuna Ich liebe dich, ich bin hier für dich - en á klukkutíma fresti eru fréttir, svo týskan mín aefist smá.

Í gaer gekk ég mestallan daginn, fyrst fór ég á netkaffihús til ad komast á msn, tad er nefnilega ekki haegt í skólatölvunum. Eftir tad langadi mig ekki heim og vedrid var gott, svo ég rölti áfram - skodadi selina (ekki í fyrsta skipti) og fékk mér ad borda og labbadi svo ad hinum enda skipaskurdarins og naut bara góda vedursins. Sunnudagar eru tannig ad allt er lokad, bókasafnid, búdir og allt nema örfáir skyndibitastadir, svo ef madur vill ekki bara sitja heima og láta sér leidast, tá verdur madur ad fara í gönguferd. Á heimleidinni hitti ég Juris, sem er frá Lettlandi og tar sem okkur leiddist bádum heilmikid töludum vid lengi saman um hvad Týskaland vaeri asnalegt land, tad tók bara einn og hálfan klukkutíma. Hins vegar komst ég ad tví ad hann býr í miklu skemmtilegra húsi en ég - norraena baltneska húsinu, tar er bar, spilaherbergi og margt margt fleira, sem mér finnst vanta hjá mér.

Tegar ég kom heim, voru sambýlingarnir maettir á svaedid, en tau höfdu öll farid heim yfir helgina. Stelpunum fannst vanta skraut hjá stiganum, svo Linda sem er í laeknisfraedi hengdi beinagrindina sína, sem er í fullri staerd úr pappa, upp yfir stigann, svo tegar madur fer upp stigann birtist allt í einu glottandi beinagrind med hendur á mjödmum - er viss um ad Vala Matt yrdi alveg daudhrifin af tessu.

Mig langar til ad skreyta herbergid mitt og á í smá vanda med tad. Ég keypti mér Cosmopolitan (á týsku) af tveimur ástaedum, annars vegar til ad aefa mig í týsku - núna er ég ad reyna ad lesa sem fjölbreyttasta texta og er tess vegna líka ad lesa Andrés önd og der Spiegel - og hin ástaedan var sú ad á forsídunni stód ad innan í bladinu vaeru myndir af kyntokkafullum karlkyns stjörnum, gerdar til tess ad klippa út og hengja upp. Tar sem veggirnir í herberginu mínu eru hvítir og stórir sló ég til - en gleymdi ad kíkja á myndirnar fyrst. Svo tegar ég aetladi ad fara ad klippa út og hengja upp á vegg, kom í ljós ad myndirnar voru bara tvaer og á sama spjaldinu, tannig ad ég verd ad velja á milli hvora ég vil. Reyndar er ég ekki alveg sammála skilgreiningu bladsins á kyntokka tessara stjarna (en ef ég maetti velja, myndu örugglega fáir kaupa bladid, tví hingad til hef ég varla hitt neinn sem ekki hefur hlegid ad tví hvada karlkyns stjarna mér tykir kyntokkafyllst). Svo nú vantar mig hjálp - trír möguleikar:
1) sleppa tessu alveg og hafa hvíta veggi
2) Brad Pitt ad tykjast vera Akkiles (sem er ekki nógu gott, tar sem Hektor hefur alltaf verid í uppáhaldi hjá mér)
3) Orlando Bloom ad tykjast vera töff med hendurnar á mjög fyndnum stad.

Engin ummæli: