miðvikudagur, apríl 28, 2004

Ég var farin ad halda ad Tjódverjar vaeru alls ekki skipulagdir og alls ekki á réttum tíma - alveg tangad til ad strákurinn sem byr í naesta herbergi flutti inn. Tad bregst ekki ad alltaf tegar ég er ad festa svefn, sama hvort ég fer í rúmid klukkan tíu eda eitt, eda hvenaer sem er á milli, tá hefur hann kvöldsnyrtinguna. Fyrst burstar hann tennurnar, svo rakar hann sig med rafmagnsrakvél - lengi, svo fer hann í sturtu - og tekur trjár tarnir (tad er hann slekkur tvisvar á vatninu, tannig ad ég held ad hann sé loksins búinn, ádur en hann er búinn). Tar sem sturtan er vid höfdagaflinn á rúminu mínu og klósettid hans hinum megin vid hana heyri ég allt. Ég er ekki mjög svefnstygg manneskja, tad er ad segja eftir ad ég er sofnud, en ef einhver truflar mig tegar ég er ad reyna ad sofna er ég alls ekki skemmtileg - tad munadi minnstu ad ég faeri fram og öskradi smá - ég sleppti tví hinsvegar og kveikti á geislaspilaranum mínum og kláradi tar med rafhlödurnar. Og ég tók tímann, tessi kvöldsnyrting tók 30 mínútur (00:10-00:40) og ta gat ég loks sofnad.

Og til ad halda áfram ad vera fúllynd og hneykslast, tá fór ég á pósthús í gaer med bref sem ég turfti ad senda. Konan sem afgreiddi mig horfdi lengi á bréfin og spurdi svo til hvada lands tau aettu ad fara (ég skrifa alltaf Iceland, svona bara til öryggis). Ég svaradi tví til ad tau aettu ad fara til Íslands, hún horfdi lengur á bréfin og svo á mig og spurdi svo hvort Ísland vaeri í Evrópu. Tarf madur ekki ad kunna smá landafraedi ádur en madur faer vinnu á pósthúsi? Tótt landafraedikunnátta mín sé ekki til fyrirmyndar veit ég ad Ísland er í Evrópu.

En svona til ad komast á léttari nótur tá bordadi ég ekta tyskan mat í dag sem var ekki vondur, og tad tel ég vera afrek. Tad voru kálbögglar med kartöflumús og graenum baunum og nú er ég naestum ad springa. Í tilefni af tví fór ég í innkaupaferd, sem ég turfti, tví ég átti ekkert eftir nema hrísgrjón og epli. Ég hef ekki farid í búd í viku og hef undanfarna daga lifad á temanu kjötbollur med hrísgrjónum/pasta/núdlum - ótrúlegt hvad einn svona lítill bakki af kjötbollum endist lengi. Ég fann búd sem er med meira úrval en Aldi og tarf líklega ekki ad fara í búd lengi.

Félagslífid lítur vel út hjá mér, tví annad kvöld er international party, tar sem allir útlendingarnir áttu ad koma med mat frá sinu heimalandi. Ég er afsökud eftir ad ég útskyrdi ad tad vaeri ekki haegt ad nálgast hráefni í daemigerdan íslenskan mat í Tyskalandi og taldi upp svid, hákarl og meiri svona torramat, tar til andlitid datt af fólkinu. Ef ég gaeti hins vegar nálgast íslenskan mat, myndi ég líklega maeta med skyr - svona til ad faela fólk ekki alveg i burtu. Ég baudst hins vegar til ad koma med brennivín (keypti flösku af tví í fríhöfninni) en stjórnandinn áleit ad tad yrdi of lítid á mann - ég tarf ad spyrja hana hvort hún hafi nokkurn tíma smakkad brennivín, tví ég held ad flestir myndu ekki nota máltaekid of lítid - hversu litid er alveg nóg. (Reyndar er mér farid ad finnast brennivín gott - slík er úrkynjun tess ad skemmta sér med íslenskunemum)

Á föstudaginn er svo party í húsinu med barnum, tad borgar sig ad hinkra vid eftir tíma - tví ég stód í gaer hjá hinu nordurlandafolkinu í tyskuáfanganum og tau byrjudu ad tala um tetta party - og ádur en ég veit af baud saenska stelpan mér ad koma med og borda med teim fyrst og svona, svo tad verdur gaman :-)

Ádan fór ég í Mensuna og bordadi hádegismat med Issy - tetta er ákvedin hefd, tar sem vid erum ekki í tímum á midvikudögum, förum vid í Mensuna og bordum saman. Hún er mikid fyrir ad tala en reyndar lítid fyrir ad hlusta, en tad er allt í lagi tar sem ég er helmingi lengur ad borda en hún og hún er skemmtileg. Líf hennar í augnablikinu er farid ad líkjast lélegri grinútgáfu af sápuóperu. Í naestu íbúd byr nefnilega strákur (svona súkkuladigaei) sem er búinn ad vera ad reyna vid hana í hálft ár - hún hafdi engan áhuga fyrst og enn sídur tegar hun frétti ad hann aetti kaerustu. Hann vissi samt ekki ad hún vissi um kaerustuna og heldur áfram ad bjóda henni hingad og tangad, sem hún neitar alltaf og gerir bara grín ad honum og vid hlaejum bara ad tessum sögum. En í morgun sat hún úti á svölum og hann kemur út á svalirnar sínar, fyrst var hann voda hissa og spurdi hana hvad hún vaeri ad gera á svölunum á tessum tíma dags. Hún sagdist vera ad laera, en fannst hann líta einkennilega út. Strax á eftir kom kaerastan hans út á svalirnar og svipurinn á andlitinu á honum var víst óborganlegur. Vid hlökkum mjög til ad heyra hvada afsakanir hann kemur med núna - eda hvort og hvernig tá hann reynir ad kjafta sig út ur tessu.

Skodanakönnuninni á tví hvorn ég aetti ad hengja upp á vegg Herr Bloom oder Herr Pitt (ritstjórar bladsins aettu ad laera smá samtengingafraedi, tví innan í bladinu stendur ad núna geti madur hengt upp bada og samtengingin und er notud) lykur med tví ad ég aetla ad nyta mér tann Salómonsdóm sem tar kom fram ad hafa Herr Bloom á virkum dögum og Herr Pitt um helgar - fyrirtaks lausn.

Og bara svona ad lokum, fyrst ég komst í tölvu sem haegt er ad gera klippa og líma á (ekki haegt á bókasafnstölvunum) kemur hér próf. Reyndar er úrvalid af prófum slaemt í dag - svo tetta verdur ad duga.

chibie
You are basically an average friend, not what you
would call TOO THIS or TOO THAT, but try to be
unique so your friends will remember you when
you're all old grannies ^_^


... The Ultimate friendship Quiz ...
brought to you by Quizilla




Engin ummæli: