fimmtudagur, apríl 22, 2004

Gledilegt sumar!!!!!
Ég held ad enginn hérna viti ad tad sé sumardagurinn fyrsti nema ég. Tegar ég minnist á tad, reka allir upp stór augu og segja - jújú, vid höfum örugglega svoleidis líka. Einhvern veginn finnst mér tad ekki virka voda traustvekjandi. Hérna er hvorki sumarvedur í dag, né sumardagsins fyrsta vedur. Tad er eiginlega svona ekkert vedur.

Í gaer fór rafmagnid af íbúdinni okkar (teas tad sló út öryggi - tegar Jürgen, sem er eini strákurinn í íbúdinni var ad rista sér braud) - reyndar trufladi tad mig ekkert, nema tegar ég fór í sturtu, tví ad sturtan mín er svona skápur med engum glugga. Madur opnar ósköp venjulegar dyr og tad eina sem er inni er sturta - mjög fyndin sjón. Jaeja, en ég var ekkert ad aesa mig yfir rafmagnleysinu og aetladi ad nota tad sem afsökun til ad fara í bíó - voda lítid haegt ad laera í myrkri. En tad voru ekki allir sammála tví ad lifa í myrkri og Linda frétti hjá einhverri stelpu hvar öryggin vaeru og hvar aetli tau hafi verid nema innan í eldhússkápnum sem ég nota. Tannig ad ég turfti ad taka allt út úr honum, allar hillurnar líka og tá var haegt ad opna lítinn skáp á bak vid og smella örygginu á sinn stad aftur. Mér datt ekki í hug ad öryggin vaeru tarna - reyndar var ég eitthvad ad paela í tessu fyrstu dagana, hvad tetta vaeri nú (minnkar plássid í skápnum mínum), en hélt ad tetta tengdist eldavélinni eitthvad. En svona fór um sjóferd tá og ekki fór ég í bíó - en koma dagar koma rád.

En fyrst ég er farin ad minnast á íbúdina, er kannski ekki úr vegi ad minnast á útlit hennar. Hún er á tveimur haedum - uppi búa Linda og Issí og tar er badherbergid teirra og klósettid mitt. Nidri búa ég og Jürgen og tar er klósettid hans, sturtan okkar og eldhúsid. Öll íbúdin er í gráu og hvítu (svona álíka nidurdrepandi og kaffistofan í Árnagardi eftir breytingu) og ég fae svolítinn fangelsisfíling, ekki síst tar sem herbergisnúmerinn eru límd med svörtum stöfum á gráu hurdirnar ad herbergjunum - mér finnst stundum tegar ég horfi á tetta ad ég sé fangi 4410. Innan í herbergjunum er tetta ekkert skárra - tar er allt hvítt, húsgögnin líka, bara hurdin sem er grá - tannig ad í fyrsta skipti sem ég fór í Ikea, keypti ég mér rúmteppi, sem er í tíu litum ad minnst kosti. Svo eru líka svalir, hver tvö herbergi deila svölum, sem eru ponsulitlar og sólin skín ekki tar á kvöldin. En svo er tad mesta snilldin (eda tannig) af öllu, milli hurdanna og gólfsins er svona fimm sentimetra breid rifa - bara svona til ad tryggja tad ad tad verdi ekkert naedi. Tví vegna tessara rifu heyrir madur allt sem gerist í íbúdinni. Ef fólk er ad borda í eldhúsinu, eda tala í eldhúsinu - heyri ég jafnmikid af tví og ef dyrnar vaeru galopnar, sem er eins ósnidugt og haegt er tegar madur er ad reyna ad einbeita sér ad tví ad laera. Svo ad ef mér gengur ekki nógu vel ad laera hérna, tá er tad dyrunum ad kenna ;) Svo erum vid med vodaflott plan, hver tekur eina viku í ad taema ruslid og endar svo med ad skúra sameiginlega svaedid - svo tad er alltaf frekar hreint hérna.

Annars tókst mér ad villast smá í gaer og var ekkert smá stolt ad rata heim - ég fór nefnilega í búd, ég er búin ad gefast upp á búdinni naest mér, svo ég tók straetó ad naestu búd (sem hafdi ekki betra úrval, en adeins venjulegra úrval) og ad kaupum loknum aetladi ég ad taka straetó heim, tékkadi á tímatöflunni og sá ad straetó átti ad koma fimm mínútur í átta. Ég steig svo inn í straetóinn sem kom á teim tíma, en gleymdi ad tékka á númerinu. Ég var alveg róleg fyrstu tíu mínúturnar en fattadi svo ad ég var ad keyra framhjá stödum sem ég tekkti ekki neitt, svo ég gerdi tad eina sem ég gat í stödunni hoppadi út, fékk mér smá nýkeypt súkkuladi og tókst ad rölta heim í rétta átt. Bara svona smá hressandi kvöldganga.

Takk fyrir öll kommentin, tad er svo gaman ad vita ad einhverjir lesa tetta bull og ad ég sé ekki ein og yfirgefin og alveg týnd hér í Tjódverjalandi. Hafid tad voda gott og vona ad tad sé sumarvedur heima.

Engin ummæli: