miðvikudagur, apríl 07, 2004

Ég tek til baka allt sem ég hef sagt um gott vedur hér, tad hefur rignt sídustu daga og ádan var haglél og gáfulegasta flíkin sem ég hef tekid med mér hefur reynst vera regnúlpan mín. Án hennar laegi ég bara undir saeng.

Í gaerkvöldi fór ég á annarupphafskemmtun. Tegar ég var ad leggja af stad út úr dyrunum fattadi ég ad tad var engin stadsetning, bara nafnid á e-m skemmtistad. Ég spurdi medleigjendurna, en teir komu af fjöllum, svo ég fór til Ameríkananna og hélt ad teir vissu kannski e-d, en teir voru tá farnir - á endanum fann ég strák á ganginum í húsinu teirra sem gat sagt mér hvar tetta var. Svo lagdi ég af stad tangad (reyndar án nestis og nýrra skóa) og á leidinn fann ég Ann og Lúkas og vard samferda teim sídasta spottann. Fáir voru inni á stadnum tegar vid komum, svo vid settumst vid bord og keyptum okkur drykki (sem voru virkilega ódýrir, tótt tau hafi kvartad yfir tví ad borga €3.50 fyrir hvítvínsglas - sem ég hló bara ad). Fljótlega komu allir hinir sem vid tekktum og tad var virkilega gaman og vid dönsudum mikid, tangad til ad Tjódverjarnir komu á svaedid. Tetta er stadur fyrir svona 100 manns, en tegar ég fór um tvöleytid vour tarna um 200 manns og fjöldi fólks á leidinni inn og ordid ólíft af hita og súrefnisskorti. Fjörid var svo víst langt fram eftir morgni, ég taladi adan vid stelpu sem fór heim um sex og tá vara all enn fullt af fólki.

Ég held reyndar ad ég fari brádum ad tiggja laun frá hverjum teim sem á ad kynna Ísland fyrir útlendingum, tví ég er alltaf ad segja öllum hvad tetta sé nú aedislegt land og hvad tad sé nú gaman ad búa hérna og hvad náttúran sé falleg og bara allt. Alveg tangad til fólk er ordid ljósgraent af öfund. Ég veit reyndar ekki alveg hvort ég trúi tessu bulli mínu, kannski er tetta bara birtingarmynd af heimtrá ad gera fjöllin blá.

Annars fattadi ég tad í eyjatímanum sem ég er í ad ég veit ekkert hvad er ad gerast í Survivorlandi - getur einhver hjálpad mér med tad? Sídast voru teir ad reka Colby burtu.
Og í tilefni af tví faer Nigel Wick (úr Drew Carey) ad eiga lokaordin í dag:
Today we´re going to play the office version of Survivor. Every employer is going to vote for someone who they want to be fired. Whoever gets the most votes gets fired! Oh but you can´t vote for me, I´m English. I´ve already been kicked off an island.

Engin ummæli: