þriðjudagur, apríl 20, 2004

Tá er ég búin ad vera hérna í mánud og ég held ad ég hafi adlagast ágaetlega - allaveganna hef ég fátt ad segja. Ég á ad halda fyrsta fyrirlesturinn minn á týsku eftir tvaer vikur - med úthendum og öllu saman, tad verdur gaman ad sjá hvernig tad fer tví ekki get ég kjaftad mig út úr neinu óundirbúid, tví tad heyrist strax á mér hvort ég hef undirbúid tetta eda ekki. Tad er ordafordinn kemur upp um mig. Sem betur fer verd ég ekki ein med tennan fyrirlestur eins og ég hélt fyrst, heldur erum vid trjár - og hinar eru týskar (Meike & Meike), svo tetta verdur örugglega bara gaman.

Ég fór á sjávardýrasafnid á laugardaginn. Tad er á bakka skipaskurdarins og ég labba oft tangad á kvöldin og horfi á selina í selatjörninni og býd teim góda nótt. Ég vildi ad ég vaeri selur, teir synda bara fram og til baka og hafa engar áhyggjur af neinu og svo kemur manneskja tvisvar á dag og gefur teim ad borda (tad er voda fjör ad horfa á tad). En tetta sjávardýrasafn innihélt bara fiska og tad var ekki einu sinni haegt ad sjá selina innanhúss. Fiskarnir voru mjög misskrautlegir og stundum skildi ég ekki alveg spekina í tví hversu margir maettu vera í hverju búri. Búrin voru öll jafnstór og í sumum voru bara 4-5 fiskar á medan í ödrum voru allaveganna hundrad.
En nú á ég bara eftir ad skoda tvö söfn, svo tetta er allt ad koma.

Annars verd ég alltaf hálfnidurdregin tegar ég labba um borgina, tví allsstadar eru minnismerki um fólk sem dó eda var myrt í Seinni heimsstyrjöldinni. Kiel vard býsna illa úti í loftárásum, vegna tess ad hér voru u-báta verksmidjur og nú er lítid eftir af byggingum sem eru frá tví fyrir stríd. Hálft rádhúsid var til daemis sprengt í burtu og tegar tad var lagad var greinilega ekki til tessi flotti grái steinn sem tad var upphaglega gert úr og nýbyggingin er eins í laginu, bara úr múrsteinum - svo byggingin er flekkótt. Svo eru minningar um hluti eins og höllina (Schloß) sem stód víst hér - tad er hallargardur, Hallarstraeti og meira ad segja bygging sem er köllud höll - tótt hún sé frekar ung. Tannig ad ef madur vill sjá gömul týsk hús, er tetta ekki stadurinn.
Í hallargardinum er minnismerki um strídid 1870 og tá sem féllu tar - minnismerkid er lágmynd med myndum af hermönnum sem eru á leidinni í stríd og hvernig teir kvedja sína nánustu, einn er t.d. ad kvedja konu og börn og börnin hanga utan í honum og vilja ekki leyfa honum ad fara. Svona hlutir koma óneitanlega vid mann og ég takk fyrir ad hafa aldrei turft ad upplifa stríd - tau eru vond.

Fyrst ég er ordin svona nidurdrepandi er víst best ad enda tetta med einu af strídskvaedum Baldricks:
Hear the words I sing
War´s a horrid thing
So I sing, sing, sing
Dingalingaling

Engin ummæli: