þriðjudagur, apríl 06, 2004

Nú veit ég varla lengur hvad ég á ad gera hérna, flestir kúrsanna sem ég aetladi ad taka eru annadhvort of léttir, eda tad tarf forkunnáttu í einhverju sem ég hef ekki. Ég var alveg í öngum mínum og fór og taladi vid tann kennara sem ég á ad tala vid um námid. Hún var mjög almennileg og sannfaerdi mig um tad ad eini kúrsinn sem ég aetti eftir ad prófa vaeri vid mitt haefi og svo fór hún med mig í frísneskudeildina og lét tá aettleida mig. Tad voru vinalegustu kallar, annar breskur en hinn hollenskur. Tannig ad ég verd víst adallega í frísnesku, en á reyndar eftir ad fá tad samtykkt heima, en tad lítur virkilega spennandi út. Ég fór í fyrsta tímann í dag - um eyjamenningu og tungumál á Föhr og Amrum. Tad var gaman og ekki skemmdi fyrir ad vid eigum víst ad fara í vettvangsferd tangad í júní. En annars veit ég ekkert hvad ég er í mörgum einingum, hver tími er kenndur í einn og hálfan tíma á viku og svo er ekkert einingakerfi - en tad hlýtur ad reddast. Hinir kúrsarnir sem ég verd líklega í eru: Sundurglidnun germanskra mála, frísnesk ordsifjafraedi, minnihlutamál og inngangsnámskeid í Fering (sem er frísnesk mállýska). Og svo verd ég í týskutímum med (en tetta eru samt ad mestu óstadfestar fréttir)

Annars kemur mér stödugt á óvart hvad allt er afslappad hérna - á medan ég og fleiri vorum ad bída eftir ad tala vid kennarann, sátum vid á nemendaskrifstofunni, sem er hjá kennaraskrifstofunum og drukkum kaffi og tar mátti reykja og allt.

Tad er soldill menntaskólabragur á skemmtanalífinu hér, tad er víst rosadjammkvöld í kvöld - fyrst hittast deildirnar hver fyrir sig og svo fara allir á eitthvad sameiginlegt ball. Tar sem ég vann mida á ballid á kynningardögunum, verd ég víst ad maeta tangad - og tar verda allir útlendingarnir líka. Og tar sem ég er voda hugrökk í dag, aetla ég líka ad haetta mér á kráarkvöld norraenunema.

Eitt sem ég skil ekki hérna eru gangbrautarljósin. Tad er graenn kall, en svo eru tveir raudir kallar!!! Til hvers veit ég eiginlega ekki - en tad stoppar samt ekki slysin. Ég sá eitt naestum slys í gaerkvöldi, tegar ég var ad koma heim frá tví ad segja góda nótt vid selina, og tá hjóladi strákur í veg fyrir bíl en bádum tókst ad sveigja frá í tíma.

Svo er tad stórfrétt dagsins, tad er annar Íslendingur hérna - stelpa sem býr í tarnaestu íbúd vid mig. Ég veit ekkert annad, sá bara nafnid hennar á póstkassanum í morgun - verd ad tékka betur á tví.

Ég fann loksins búd med umslögum, en nú velkist ég í vafa um hvar madur kaupir frímerki. Gudi sé lof fyrir tölvupóst, annars vaeri ég alveg týnd ;p
Og svo er takkabordid vitlaust, búid ad víxla y & z.

Engin ummæli: