föstudagur, apríl 16, 2004

Ég fór í tvo tíma í gaer sem voru eins og svart og hvítt. Í ödrum, sem er málstofa, sátum vid átta í hring og trír voru med fyrirlestur. Tad teygdist úr fyrirlestrunum, tví teir sem á hlýddu turftu alltaf ad koma spurningum ad, en tad var gert ósköp kurteislega - hendur réttar upp og allt. Ég held ad ég hafi aldrei séd jafnvirkan hóp nokkurn tíma og allt gekk snudrulaust fyrir sig.
Sídan fór ég í týskutíma og mér til gledi voru nokkrir tar í vidbót sem ég tekkti, en höfdu ekki komist á kynningarfundinn. Kennarinn fyrir tessa tíma (sem eru skriftartímar) er mjög hress og skemmtileg kona. En mér til ama voru tveir strákar/menn, sem héldu sig vera fyndnustu menn í heimi og héldu ad tad vaeri alveg óskaplega gaman ad trufla kennsluna og reyna ad komast hjá tví ad gera nokkud. Skil ekki af hverju teir eru tarna, tetta námskeid er alveg valfrjálst. Ég vona ad tetta lagist - tví ég hef ekki séd svona sídan í menntaskóla.

Til ad jafna mig á tessum ósköpum fór ég í bíó, eda tví sem naest. Tad er nefnilega kvikmyndaklúbbur hér, sem sýnir kvikmyndir í risastórum áheyrnarsal og tad kostar eina evru inn. Í gaer var myndin Flucht aus der Karibien (eda eins og hún nefnist á íslensku - Sjóraeningjar Karíbahafsins). Tad kom mér til góda ad hafa séd hana ádur, tví hún var audvitad döbbud - en mér til mikillar furdu angradi tad mig ekkert mikid, flestar persónurnar voru med trúverdugum röddum (undantekning var samt sá sem taladi fyrir Johnny Depp).
Eini gallinn var ad ég horfi mikid á munninn á fólki tegar tad talar, svona til ad greina hljódin betur og tad rugladi mig dáldid í ríminu - tví munnarnir hreyfdust á ensku. Ég var annars búin ad gleyma hvad tetta er fyndin mynd, svo tetta var ánaegjuleg kvöldstund. Og ad auki legg ég til ad í íslenskum bíóum verdi sett upp mjó bord fyrir framan hverja saetaröd - munar miklu.

Svo í gaer hlustadi ég mikid á týsku og afskaplega er tad lýjandi. Ég var alveg úrvinda tegar ég kom heim og var fegin tví ad hafa ekki farid á skemmtun kvöldsins - Semester start party nr. 3. Veit ekki alveg af hverju tau eru svona mörg - held ad tad sé eitt fyrir hvern skemmtistad sem er notadur til slíks og víst tvö eftir - mér finnst nú ad fólk maetti nýta hugmyndaflugid betur - engin hemja ad hafa fimm partý sem öll heita tad sama.

Engin ummæli: