fimmtudagur, apríl 08, 2004

Ég fór í tíma ádan, tar sem verdur fjallad um germönsk mál og tróun teirra. Vid erum sjö í tímunum, trjár stelpur og fjórir strákar og tad fyndna er ad trír teirra voru í tungarokksbolum og höfdu mikinn áhuga á rúnum. Kennarinn taladi mjög hratt og ég veit ekki alveg hvad tad er sem ég á ad gera fyrir naesta tíma, ég held ad tad sé eitthvad í sambandi vid rúnir samt - hún gaf okkur upp netslód og skrifadi svo eitthvad á töfluna - svo tad reddast.

Annars er ekkert ad frétta af mér, nema hvad í gaer fengum vid ad vita í hvada hópum vid aettum ad vera í týskutímunum. Vid fórum í próf á föstudaginn sem átti ad skera úr um tad og mér sem fannst tad svo létt, lenti í tossabekknum. Mér var naer. Eina manneskjan í teim hóp sem ég kannast vid er finnskur strákur sem heitir Daimo (eda e-d tví um líkt) og ég hef ekkert heyrt hann segja á týsku til tessa, hann hefur bara talad finnsku og ensku. Ég veit ekkert hvernig hinir í hópnum eru, en tad verdur allaveganna gaman ad kynnast teim. Ég er sko á fullu í Pollýönnuleiknum.

En tar sem ég kemst líklega ekkert í tölvu fyrr en í naestu viku vegna páskanna - vil ég bara óska öllum gledilegra páska og vona ad tid hafid tad gott í öllu súkkuladiátinu.

Engin ummæli: