þriðjudagur, apríl 13, 2004

Týskur matur er vondur!!!
Ég asnadist í mesta sakleysi til ad kaupa mér eitthvad ádan sem tóttist vera grjónagrautur, reyndar med raudum berjum og sósu oná - sem mér tókst ad skafa burt ad mestu, en tetta var gjörsamlega óaett. Allur matur sem ég hef smakkad hérna og er týskur (tad er ekki altjódlegur) er vondur - og tad segir mikid, tví mér fannst enskur matur býsna gódur (og skv. öllu á hann ad vera vondur).
Mig langadi bara í eitthvad heitt og skikkanlegt ad borda, sem vaeri ekki epli, saltstangir eda runstykki - tví tar sem ég gleymdi ad fara í búd á laugardaginn var tad tad eina sem ég hafdi til ad borda yfir páskana :(

Páskarnir lidu annars ansi skikkanlega, ég las, labbadi og eyddi svo páskadeginum med Ann (frá Finnlandi). Reyndar labbadi ég svo mikid ad ég er med fullt af blödrum á fótunum - ég held líka ad skórnir mínir séu ad fara ad deyja og ég sem hlýddi málshaettinum í páskaegginu mínu sem ég fékk ádur en ég fór - Betra er ad vera berfaettur en bokalaus - med teim afleidingum ad ég tók aukaskóna mína úr töskunni og baetti nokkrum bókum vid (tar á medal málfraedibókunum úr Íslensku nútímamáli, sem ég á ekkert eftir ad nota hér). Ég held ad tad sé barasta ekki í lagi med hausinn á mér - en tad er kannski ekkert nýtt.

Reyndar fór ég í svo langa gönguferd á föstudaginn ad ég fann lítid torp - en tad var bara voda lítid torpslegt, öll húsin of nýtískuleg til tess. En í kringum tad voru akrar og svona, svo tad var gaman ad sjá.
Tvennu komst ég ad í tessari ferd. Annad var af hverju sólarvörnin mín var á útsölu, hvada heilvita manneskja kaupir sólarvörn med studlinum 40 - sem svo virkar ekki, en ég brann amk ekki.

Hitt var ad hundar eru stórhaettulegir. Hérna turfa hundar ekki ad vera í bandi, sem er oftast í lagi, tví teir sem eru lausir eru ósköp rólegir og bara teir í bandi sem eru haettulegir. En tar sem ég er afskaplega hundhraedd manneskja tek ég stóran sveig fram hjá teim öllum. En tar sem ég var ad koma úr göngunni minni og beygi fyrir horn, kemur ekki tessi líka brjáladi hundur geltandi á fullu á fleygiferd á móti mér. Ég fraus algerlega, en eigandinn nádi ad stoppa hann tar sem hann var í metersfjarlaegd frá mér. Sídan fékk ég fyrirlestur frá eigandanum um hvad tad vaeri nú heimskulegt ad vera hraeddur vid hunda - öndin var enn í hálsinum á mér svo ég sagdi ekkert, en fordadi mér eins hratt og ég gat og takkadi fyrir ad vera ekki hjartveik.

Engin ummæli: