sunnudagur, mars 21, 2004

Þá er næstum komið að því og ég á allt eftir - veit ekki lengur hverju ég á að pakka (ef ég vissi það einhvern tímann), á eftir að gera skattaskýrslu, finna út í hvaða kúrsum ég ætla að vera, hvaða eyðublöð ég þarf að taka með mér, skila bókum á bókhlöðu og bara allt - ef ég væri Andrés önd myndi ég svo sannarlega skrækja arg... og það oftar en einu sinni.

Þetta er alltof erfitt - ég vildi að ég gæti bara spólað fram á þriðjudag, þá verð ég búin að skrá mig í skólann, fá herbergi og allt verður komið á hreint - djöfull hvað ég hlakka til þá.

Gallinn við að pakka er ekki hvað ég eigi að taka með, heldur hvað ég eigi eftir að skilja eftir heima og það er flókið - eins og kunningi minn sem var ekkert mjög góður í að pakka sagði: Ég er búinn að pakka öllu nema eldhúsvaskinum og það er bara út af því að ég get ekki losað hann!

Ég hitti Úllu og Örnu á Sólon í dag og svo rákumst við á Árna í Kolaportinu - þau enduðu öll með að kaupa sér páskaegg, stútfull af nammi og ætla sér að geyma þau í þrjár vikur - ég fékk ekkert páskaegg, enda ekki sniðugt að setja það í ferðatösku (ekki heldur eins og það myndi komast þar fyrir eða haldast heilt og óbráðið). En mamma og pabbi keyptu víst í gær páskaegg og í fyrramálið munum við leika páska fyrir mig (það er við gerum ekkert af viti og étum páskaegg saman).

Heba kom í smá heimsókn og svo komu afi, amma, Unna og Ingi í mat - svona í tilefni af því að Gunnhildur átti afmæli fyrir viku og ég er að fara. Afmælisbarnið síðveislaða var reyndar óforvarandis að vinna svo við vorum bara sjö í matnum. Yndislegt kvöld - ég skemmti mér vel og vona að aðrir hafi gert það líka (og svo fékk ég líka pakka þó að ég ætti ekki afmæli - nema hálfsársafmæli, en það telst varla með)

En ég man hinsvegar eftir einu sem ég gleymdi (vissi að það væri eitthvað) - ég ætlaði alltaf að heimsækja Heklu og Níls og sjá nýju íbúðina þeirra, en það verður víst að bíða haustsins .

Og mamma fær stórt knús fyrir að hafa lagað fötin mín - ég hefði gert það sjálf ef ég væri ekki með saumavélafóbíu :D

Og af því að ég hef svo mikið að gera, eða eins og Jeremy Hilary Boo myndi orða það: Svo lítill tími svo mikið að gera (So little time so much to do), þá ákvað ég að eyða tímanum í það að blogga og taka persónuleikapróf, ég held að gáfnavísitalan mín hljóti að vera himinhá eða hittþóheldur. (En aldrei þessu vant þykir mér lýsingin passa mér)

Marcie
You are Marcie!


Which Peanuts Character are You?
brought to you by Quizilla

Engin ummæli: