miðvikudagur, mars 17, 2004

Dagurinn í dag hefur verið fremur tilbreytingarsnauður - ég er búin að vera að fara yfir verkefni síðan klukkan níu í morgun og er loksins búin, en þar sem þetta er síðasti skammturinn læt ég mig hafa það.

Gærdagurinn var furðulegur og skemmtilegur í senn - þar sem netið virkaði ekki rétt sló ég öllu upp í kæruleysi og fór niður í bæ, gaf blóð, sótti síðast eyðublaðið sem ég þarf fyrir utanförina og keypti mér vetrarúlpu - reyndar á heitasta degi ársins hingað til - en hún var á útsölu svo það var allt í lagi. (Ég held að það hafi verið kominn tími á nýja úlpu, miðað við hvað fólk segir margt ljótt um fallegu, grænu úlpuna mína)
Síðan hitti ég Ingu Þóru á kaffihúsi og við töluðum alveg heillengi eins og venjulega og hlógum og hlógum og skemmtum okkur konunglega og tíminn hreinlega þaut burt.
Það er þetta sem ég á eftir að sakna í Þýskalandi - að hitta vini mína og hlæja með þeim :(
En það er of snemmt að örvænta - kannski eignast ég bara nýja vini, ef ekki er alltaf hægt að heita á heilagan MSN til að redda málunum.

Annars er ekki sniðugt að drekka mikið kaffi eftir að maður hefur gefið blóð - allaveganna gat ég ekkert sofið í nótt og var glaðvakandi fram undir morgun og vaknaði eldhress klukkan sjö ... svo að athuguðu máli er það kannski bara býsna sniðugt eftir allt saman c,")


Og quizilla heldur því fram að mig vanti kærustu ... jahá - ekki hefði mér dottið það í hug -kannski það væri barasta lausnin á öllum mínum vandamálum, einhver tilboð?

Scroll in your toga?
Estne volumen in toga, an solum tibi libet me
videre?
"Is that a scroll in your toga, or are you
just glad to see me?"
You're smooth, okay, but you also need a
girlfriend. Bad.


Which Weird Latin Phrase Are You?
brought to you by Quizilla

Engin ummæli: