fimmtudagur, mars 18, 2004

Ég held að ég verði að taka aftur það sem ég sagði um tæknifötlun mína - mér tókst að setja kommentakerfið inn alveg hjálparlaust (ég er svoooo dugleg ;).
Og til að skyggja ekki á þrekvirki mitt er fólk vinsamlegast beðið um að skrifa eitthvað fallegt í kommentakerfið - gaman að vita hvort einhver les þetta bull.

Furðulegt hvað hægt er að mikla alla hluti fyrir sér, við Júlía höfum lengi ætlað að skrifa einn tölvupóst vegna auglýsingar í Mími - og við höfum eytt heilmiklum tíma í að ákveða hvenær við ættum að skrifa hann og hvar og svo drifum við í því í dag og það tók fimm mínútur. Hver sá sem sagði: Hálfnað er verk þá hafið er, hefur verið hreinn snillingur því ég held að það sé varla hægt að finna sannara spakmæli.

Annars er ég núna að hnýta alla lausa enda fyrir sunnudaginn - klára vinnurnar mínar, semja fyrirlestra, reyna að kveðja alla sem ég þekki. Ég var í hljóðkerfisfræði áðan og allir þar voru að óska mér góðrar ferðar, ég á eftir að sakna þessara tíma - þó svo að ég sé ekki góð í hljóðkerfisfræði (aðallega vegna þess að ég á erfitt með að heyra mun á milli hljóðþátta) og samnemendurnir allir eldri en ég, þá hafa þetta verið stórskemmtilegir tímar og ég er sannarlega ánægð með að hafa valið þá. Í dag töluðum við um framgómun í bland við skólagjöld, enskumælandi kennara, herlögreglusérsveit BB og alræmd tálkvendi - segið svo að hljóðkerfisfræði sé ekki spennandi :D

Svo á ég að halda tvo fyrirlestra á morgun í Ólympsgoðum, um Apollon og Demeter - því miður virðast þau aldrei hafa hist, hvað þá meira, svo úr því verður lítið slúður. En í tilefni af því tók ég þetta próf á Quizillu, sem skýrir af hverju þetta gengur svona hægt hjá mér - fyrst ég er hvorki Apollon né Demeter (reyndar bauð prófið ekki upp á Demeter, svo það er smá afsökun).

Morpheus
Morpheus


?? Which Of The Greek Gods Are You ??
brought to you by Quizilla

Engin ummæli: