mánudagur, maí 03, 2004

Ég veit varla hvar ég á ad byrja - eda hvar ég endadi sídast, en aetla samt ad taka tad fram, svona til ad fyrirbyggja misskilning ad mér líkar vel vid sambýlingana mína og ef sturtuferdir teirra eru tad eina sem ég get fundid athugavert vid tá, tá getur ekki mikid verid ad :-)
En annars hef ég undanfarna daga verid eins og ferdaskrifstofa á fótum, tví ég er med svaka landkynningu hvert sem ég fer og ég er virkilega farin ad velta fyrir mér hvort ég sé ekki bara ad ljúga ad öllu veslings fólkinu sem sér Ísland í hillingum. En ég er ordin ágaet í týsku, tví midur fyrir fólkid sem neydist til ad hlusta á mig, ég er nefnilega búin ad vera hér soldinn tíma án tess ad ná ad tjá mig ad gagni og tad safnadist allt upp svo nú samkjafta ég ekki.

Á fimmtudaginn fór ég í tessa matarveislu en fékk ekki ad taka brennivínid mitt med - tad voru bara 70 manns tarna svo tad hefdi dugad - en Ute sem skipulagdi tetta er mjög forvitin um tad og vill endilega fá ad smakka. Hver yrdi svo sem ekki spenntur tegar talad er um drykk sem heitir Svarti daudi? En tetta var fínt, gódur matur (t.e. tad af honum sem ég tordi ad smakka, sem var ekki mjög mikid - týskur matur hefur kennt mér ad hugsa tvisvar ádur en ég borda eitthvad sem ég hef aldrei séd ádur - ein mikilvaeg lexía komin tar). Svona til ad fá alla til ad kynnast og tala saman, tá var svona spurningaleikur, allir fengu blad med einni spurningu frá hverri tjód sem tarna var stödd og svo átti fólk ad tala saman og fá svörin hvert frá ödru og sá vann sem hafdi flest rétt. Ég var mjög heppin, tví ég gat svarad íslensku spurningunni (svarid mitt var allaveganna rétt tó ég hafi ekki verid alveg viss um ad ég hafi skilid spurninguna) en hún var um hvenaer vid fengum sjálfstaedi og frá hverjum. Margir hinna höfdu ekki hugmynd um svarid hjá sínu landi, eins og hversu mörg prósent Finnlands eru vatn, hvad heitir gamli baejarhlutinn í Stokkhólmi og svo eitthvad fleira sem ég man ekki. En tessi leikur vard tó til tess ad allir voru komnir í hrókasamraedur og blöndudust vel saman - tví tarna voru baedi útlendingar og samlaerieitthvad (Mig vantar íslenskt ord hérna en tetta fyrirbaeri er kallad Study Buddies) teirra. Tad eina sem skemmdi fyrir var ad tónlistin var oftast of há - svo tad var erfitt ad tala saman.

Ég las leigusamninginn minn í dag tar sem ég turfti ad taka hann med mér til ad geta borgad leiguna. Mér fannst sídasta klásúlann tar mjög athyglisverd, tar stendur ad ég búi í herbergi sem er aetlad fyrir fatladan einstakling og ef svoleidis manneskja finnst er ég skuldbundinn til ad flytja út í annad herbergi (sem teir redda) innan tveggja mánada. Ég er ekkert hraedd um ad mér verdi fleygt út, veit alveg hvert ég myndi vilja flytja í stadinn, en mér finnst tetta bara fyndid. Ef herbergid mitt er aetlad fyrir fatladan einstakling tá skil ég afhverju tad eru engir tröskuldar tar - audveldara ad rúlla hjólastól og svona, tó ad manneskja í hjólastól eda á haekjum myndi aldrei komast inn á klósettid eda sturtuna nidri og til ad fara upp tarf madur ad nota stiga. Og eldhúsid er ekki gert fyrir fólk sem er ekki í standi til ad príla smávegis. Svo ekki sé minnst á tá oggulitlu stadreynd ad vid búum á tridju haed í lyftulausu húsi eins langt frá adalinnganginum og haegt er. Svo enn einu sinni stend ég rádtrota gagnvart skipulagi Tjódverja, ég fatta tad barasta ekki neitt.

En svo vid snúum okkur ad tví hvar ég myndi vilja búa í stadinn, tá er tad húsid med barnum. Tad er hús sem stendur vid skipaskurdinn og tar búa Tjódverjar, Nordurlandabúar og Eystrasaltslendingar í fridi og spekt, alls 88 stykki. Malin, sem er saensk, baud mér í mat á föstudagskvöldid og tetta er svona ekta stúdentagardur. Herbergin eru mátulega stór (og hvorki grá né hvít), u.t.b. tíu manns eru um hvert eldhús, sem verdur til tess ad matartímar eru oft sameiginlegir og fjörugir. Nidri er stór setustofa med billjardbordi, fótboltaspili, fullt af spilum sófum , bókasafn - tar sem er haegt ad laera, risastór gardur med gardhúsgögnum og svo í kjallaranum er krá tar sem allt er hraeódýrt. (og til ad kóróna allt saman er leigan ódýrari en hjá mér)
Kvöldid sem ég fór tangad var einmitt svona partý út um allt hús, tar sem tad voru ad koma mánadamót og Eystrasaltslöndin voru ad ganga í Evrópusambandid.

Ég tekkti marga tarna - tví eftir útlendingadagana tekki ég flesta útlendingana sem voru ad koma hingad, en annad fólk sem tarna býr er einfaldlega kostulegt. Fyrst má nefna tann saenskast Svía sem ég hef nokkurn tíma hitt, tad fyrsta sem hann sagdi tegar ég sagdist vera íslensk: "Björk, Tungur knivur - körpen flygor" Ég sprakk úr hlátri yfir tessari sídustu tilvísun, var búin ad gleyma tví ad tetta er eitthvad sem allir Svíar virdast kannast vid. Ég gerdi smá könnun á stadnum og tad kom í ljós ad allir Svíarnir tarna tekktu tessa línu, en enginn annar. Komst reyndar ad tví í leidinni hvad annar saenskur strákur átti vid tegar hann sagdist skilja talada forníslensku en ekki nútímaíslensku - ég fattadi aldrei hvad hann átti vid - skyldi ekki hvar hann hefdi heyrt talada forníslensku. En tá er orsökin sú ad tad er talad haegar í víkingamyndum heldur en vid gerum venjulega.

En talandi um forníslensku, tá var tarna týskur strákur sem hafdi laert eitthvad í forníslensku og bar sig aumlega undan tví hvad tetta vaeri nú erfitt mál. Ég hló bara ad tví, tangad til ad hann nádi í glósurnar sínar og sýndi mér - tá fattadi ég ad hann kunni ekki íslensku og ad aetla ad laera málfraedikerfi forníslensku án tess ad hafa máltilfinningu nútímaíslensku er bara fjandi erfitt. Ég er reyndar ad gerast kennari fyrir fólk sem hefur laert íslensku hérna, er alltaf ad hitta fólk sem hefur laert eitthvad í íslensku og segir mér hvad tad sé nú flókid mál og ég svara tví til ad tad sé ekkert mál ad laera tad. Á tennan Pollyönnulega hátt er ég búin ad lofa einum af týskukennurunum mínum ad aefa hana í íslensku gegn aukatímum í týsku.

En svo ég snúi mér aftur ad partýinu - tetta blogg verdur ae meira eins og gönguferdirnar mínar, ég ákved ad fara einhverja ákvedna leid, en svo sé ég einhverja krókaleid sem lítur betur út. En tad var virkilega gaman tar og ég var tar til 6 um morguninn, tví fólk er svo hraett vid ljóta karla í myrkrinu og vildi ekki leyfa mér ad fara, sem var í fínu lagi. En ádur en ég fór heim baudst mér ad kaupa mida á alfinnska fyrsta maí hátíd sem kallast Sillis (síld) og tangad turfti ég a maeta á hádegi (sem ég og gerdi). Finnar eru aldeilis yndislega bandbrjálud tjód (eda teir teirra sem eru í útlegd hér í Kiel) - en meira um tad sídar (tetta er ordid of langt í bili)

Engin ummæli: