mánudagur, maí 10, 2004

Mér hefnist fyrir ad fara ekki beint heim eftir tíma. Núna sit ég föst á bókasafninu og tad eru trumur og eldingar og hellirigning. Rétt ádan var mjög hlýtt og sól og fínerí og ég er bara í stuttermabol og á sandölum. Tad er samt eitthvad mjög heillandi vid trumvedur, kannski tad ad tau eru mjög mjög sjaldan á Íslandi, en tad er samt fremur ógnvekjandi hversu nálaegt tessar eldingar eru. En fyrst ég er hvort ed er föst hérna get er best ad byrja á ferdasögunni.

Ég fór hédan á föstudagsmorgni, tók fyrst lest og sídan rútu og var komin til Berlínar um tvöleytid. Ég var búin ad panta gistingu á ódýrasta hótelinu sem ég fann á netinu - heitir Gastinger Hof - en hafdi ekki hugmynd um hvar tad var. Allaveganna ekki í ferdahandbókinni minni. Tannig ad tegar ég kom til Berlinar, elti ég bara hitt fólkid sem hafdi verid í rútunni - hugsadi sem svo ad tad hlyti ad vera ad fara eitthvad. Og mikid rétt, allir fóru ad naestu nedanjardarlestarstöd - tar hékk meira ad segja risastórt kort af Berlín med öllum götum og öllum nedanjardarstödvum, svo ég fann hótelgötuna á kortinu og hvar naest stopp vaeri. Sídan keypti ég mér kort og lagdi af stad. Reyndar fannst mér furdulegt ad tad var engin gaesla med tví hvort fólk vaeri med kort eda ekki og engar hótanir um alvarleg vidurlög ef fólk vaeri ekki med kort. Ég tordi samt ekki ödru en ad kaupa mér kort, en hefdi getad sleppt tví tví enginn stödvadi mig alla helgina.

Ég komst á rétta lestarstöd, en ad finna réttu götuna var smá hausverkur tví ég var ekki med kort af tessu svaedi og audvitad beygdi ég í vitlausa átt og fékk 20 mínútna gönguferd í kaupbaeti - en tar sem ég var bara med bakpoka var tad ekkert mál. Hótelid reyndist fínt, eldgamalt hús og tad brakadi í öllu og lofthaedin var fimm til sex metrar - innifaldni morgunmaturinn reyndist aetur svo ég hef ekki yfir neinu tadan ad kvarta.

Ad farangrinum eftirskildum fór ég ad rápa um borgina, fór fyrst á Kufürstendamm, sem ferdahandbókin mín sagdi ad vaeri eitthvad sem madur tyrfti ad gera. Tar voru bara búdir og enn fleiri búdir - og tar sem ég aetladi ekkert ad versla, rölti adallega um og skodadi fólkid. Reyndar lenti ég í tví tá sem og hina dagana ad finnast nöfnin á lestarstödvunum hljóma svo spennandi ad ég bara vard ad fara út tar og skoda heiminn - reyndar leyndist enginn höll vid Schloßstraße og svo framvegis, tannig ad ég held ad forvitni mín hafi ekki alveg verid til góds tar.

Laugardagurinn vard miklu meira spennandi og túristalegur, tá hóf ég daginn á Parísartorgi, en vid tad standa Brandenburgarhlidid og Reichstagen. Hvort tveggja stórfenglegar byggingar, vid Reichstagen mátti sjá línu tar sem Berlínarmúrinn hafdi stadid og vída mátti sjá hvíta krossa til minningar um tá sem voru drepnir í tilraunum sínum vid ad komast yfir múrinn. Alls stadar í Berlín má finna eitthvad til minningar um strídid, eitthvad sem laetur koma svona kuldahroll nidur bakid á mér. Fyrst skildi ég ekkert í tví, strídinu lauk fyrir 60 árum og vaeri best ad gleyma tví, en svo fattadi ég ad teir vilja koma í veg fyrir ad svona gerist aftur. Med tví ad minna alla á hörmungarnar tá er spornad vid tví ad slíkt og tvílíkt geti endurtekid sig - enginn furda ad Tjódverjar skuli hafa verid á móti Íraksstrídinu. Alls stadar mátti svo sjá í borginni fána evrópubandalagsins og borda sem budu nýju tjódirnar velkomnar tangad. Rétt hjá Reichstagen er svo minnismerki Sovétmanna um tá sem létust í bardögum um Berlín.

En tarna rétt hjá er hin stórkostlega breidgata, 17. júní straeti - og sem sannur Íslendingur vard ég eiginlega ad ganga hana. Ég er ordin svo tjódraekin í seinni tíd, sá íslenska fánann á vegg í skólastofu (tad er A4 blad litad sem íslenski fáninn) og hlýnadi alveg um hjartaraeturnar. Tetta straeti var oft notad undir skrúdgöngur og fleira enda vel til tess fallid. Á hinum enda tess var sigursúlan, stórglaesilegt minnismerki um strídin trjú sem Tjódverjar unnu 1861-1870, innan í henni var safn og haegt ad fara upp 285 trep alveg upp á topp og horfa yfir borgina - sem ég og ákvad ad gera. Fyrst var tad ekkert mál og eftir svona 50 trep var fyrri útsýnispallurinn og tar var á veggjunum risastórt mósaíkverk med myndum af bardögum gegn Frökkum - adalatridi myndarinnar var tar sem Germania, týska baráttuvalkyrjan, sendi stóran fálka gegn minni fálka frönsku baráttukonunnar. Svo hófst tad slaema - allt í lagi ad tramma upp tröppurnar, eda hringstigann - en ad líta nidur á midri leid og sjá hvad var langt nidur og ekkert á milli nema eitt lítid handrid, sérstaklega tegar ég maetti fólki á nidurleid - tví tad var einhver haegri regla gildandi tarna. Ekki tók svo betra vid tegar út kom, tví pallurinn var bara um tad bil hálfur metri á breidd og tar sem ég treysti ekki grindverkinu, halladi ég mér ad húsinu og passadi mig ad detta ekki nidur - eftir smá stund gat ég skodad útsýnid, sem var stórbrotid, nema hvad hvergi var fjöll né sjó ad sjá - skil ekki hvernig fólk getur lifad án tessa tvenns.

Sídan fór ég á nokkur söfn og rölti um baeinn og sá merkar byggingar, tar á medal minningarkirkju Vilhjálms fyrsta. Í strídinu vard hún fyrir sprengju og stendur nú bara hálf, furdulegt fyrst ad sjá hana tilsýndar, tví tad vantar ofan á turninn og á bakhlid kirkjunnar má sjá inn í hana, tad eina sem er óskemmt er andyrid og tar mátti koma inn. En einhverjum snillingi datt í hug ad byggja nýja kirkju vid hlidina á teirri gömlu, sem vaeri sosum í lagi, ef nýja kirkjan vaeri ekki forljótur steinkumbaldi sem skemmdi algjörlega útsýnid á gömlu flottu kirkjuna. Sídan rölti ég lengra áfram og rammvilltist, en fattadi tó ad ég hlyti ad vera í austur-berlín, tar sem allsstadar voru risastórar Sovjétblokkir og nokkur saet eldgömul minnismerki inn á milli. Um kvöldid fór ég svo á tónleika, tókst ad fá mida eftir ad ég ákvad ferdina, og skemmti mér bara býsna vel.

Adalminjagripirnir í Berlín eru allskonar útgáfa af böngsum (Berliner Bär) - en út um alla borg má sjá styttur af böngsum í öllum regnbogans litum, og brot úr múrnum - sem ég trúi alveg fyllilega ad séu úr múrnum (eda tannig).
Tad er ágaett ad ferdast ein ad tví leyti ad tá fae ég ad frekjast og gera tad sem ég vil án tess ad nokkur verdi fúll og ég get villst í fridi - tad neikvaeda er ad ég gat ekki deilt upplifuninni med neinum.
Svona betlisöngvarar voru mjög duglegir ad hoppa inn í lestarvagna og spila milli tveggja stödva, safna peningum og fara svo í naesta vagn. Tad var mjög hressandi fyrst - sérstaklega í fyrsta skiptid tar sem hálfgalin dönsk fjölskylda sem var í vagninum fór ad syngja med - en vard fljótt leidigjarnt.
Hertha Berlin spiladi vid Dortmund og vann á laugardeginum - en Dortmundarmenn settu heilmikinn svip á annars fremur túristafátaeka borg, allir í gulum og svörtum peysum og voru margir hverjir ad vaeflast á svipudum stödum og ég.

Á sunnudeginum kom sér vel ad hafa bara bakpokann med, tví ég hélt áfram ad túristast eftir ad hafa tékkad mig út af hótelinu. Ég fór í listasafnid, dómkirkjuna og á flóamarkad og sídan ákvad ég ad ég gaeti ekki farid farid frá Berlín, án tess ad sjá múrinn - eda einhverjar leifar hans. Audvitad gekk brösulega ad finna hann, tó svo ad ferdahandbókin segdi mér á hvada stöd aetti ad fara út, beygdi ég einfaldlega í vitlausa átt og tók langan tíma ad finna réttan veg aftur en sá margt skondid, medal annars kvikmyndasafn og staersta bíó í Berlín - í rútunni á leidinni heim las ég svo ad um tad bil hálftíma eftir ad ég var ad villast tarna tá var Trója frumsýnd og flestir leikararnir maettu á svaedid til ad ganga rauda dregilinn, svo ég rétt missti af tví.

En ég hélt bara áfram ad villast smá og í grenjandi rigningu - sem er tad sem madur faer tegar madur pakkar nidur sólarvörninni en skilur regnkápuna eftir heima - og ad lokum fann ég múrinn. Kom mér á óvart hvad hann var tunnur, ekki nema svona 10 sentimetrar, og ekkert svo hár - ég ímyndadi mér alltaf eitthvad ókleift, en ef tad voru fullt af vördum tarna tá skil ég tad betur (hinum megin vid götuna var eitthvad merkilegt hús, sem einn hermadur gaetti og ég vard alveg skíthraedd). Tessi hluti múrsins stendur vid Niederkirchenstraße, sem ég komst fljótlega ad ad hefdi ádur fyrr heitid Prinz Albrechtsstraße (og hafandi lesid Sven Hazel og Jack Higgins frá tví ég var 10 ára, vissi ég alveg hvad tad týddi). Vid tessa götu voru höfudstödvar nasista og Gestapó á sínum tíma - eftir strídid voru húsin rifin og jöfnud vid jördu, en nú er búid ad grafa nidur fyrir grunninn og setja upp spjaldasafn sem hangir á nedsta hluta veggja tess húss sem ádur var Prinz Albrechtsstraße 8 - sem gerdi tad enn sögulegra. En á tessum spjöldum var saga strídsins rakin út frá tessum stad.

Tad sem ég sá mest af í tessari ferd voru annarsvegar minnismerki um strídin 1863-1870 og leifar hörmunga seinni heimsstyrjaldarinnar og kannski ekki úr vegi ad himinninn graeti smá á medan ég skodadi tetta. En tegar rútan keyrdi af stad frá Berlín stytti upp og sólin fór ad skína.
Í Hamborg reyndist hryllilegt vesen ad fá lestarmida heim, midasalan var til daemis eins langt frá brautarpöllunum og mögulegt var og reyndist lokud tegar til kom og ég hafdi bara smá stund til ad fatta hvernig sjálfsalarnir virka, en eftir smá hlaup og vesen nádi ég lestinni heim. Furdulegt en satt, Kiel er ordin heim fyrir mér, veit ekki alveg hvernig tad verdur ad fara hédan en tad eru enn rúmir trír mánudir tangad til.

Hérna aetla ég svo ad setja punkt, hef örugglega gleymt einhverju en meira kemst ekki fyrir í bili. Ef pósturinn reynist of langur má alltaf lesa hann í bútum ;-)

Engin ummæli: