föstudagur, maí 21, 2004

Tá er ég búin med ritgerdina mína, tralalala. Eini gallinn er ad ég veit varla hvad ég á ad gera af mér núna, allar mínar hugsanlegu frístundir hafa farid í hana (eda hugsa um ad ég aetti ad vera ad skrifa hana). En tá er bara ad einbeita sér ad ödru, fann til daemis hérna á bókasafninu ófáa hillumetra af íslenskum skáldsögum og er samsetningin alveg kostuleg á köflum, en litla tjódarhjartad mitt sló ögn hradar tegar ég sá ad hér er íslensku rithöfundunum radad eftir fyrra nafni en ekki tví seinna.

Ádan tegar ég kom heim af bókasafninu brá mér rosalega tegar ég heyrdi umgang á efri haedinni. Fyrst hélt ég ad einhver hefdi brotist inn, tví allir sambýlingarnir fóru heim í langt helgarfrí, en tá var tad bara Isi sem var komin aftur til ad laera undir eitthvad próf. Ég er eiginlega fegin, betra ad hafa einhvern annan tarna heldur en ad vera alveg ein. Vid sammaeltumst um ad ef ad vedrid verdur tolanlegt á morgun tá aetlum vid ad fara í laeriferd á ströndina - tad verdur allaveganna ný lífsreynsla, ad laera á ströndinni :p

Ég var ad hugsa um ad fara í bíó í kvöld ad sjá hina margumraeddu Tróju, sem midad vid umtal er frekar hraedileg (og örugglega enn verri á týsku) en eftir ad ég skodadi heimasídu bíósins finnst mér tetta fullflókid - tví bara verdskráin naer til 12 mismunandi flokka, fer eftir dögum og svo framvegis. En ég skelli mér kannski bara á morgun í stadinn.

Laugardaginn sídastlidinn fór ég í vettvangsferd til Lübeck, sem er stórfalleg borg hérna rétt hjá - hún var nefnilega ekki sprengd í strídinu út af tví ad Raudi krossinn hafdi adsetur tar. Vid vorum um tad bil 40 í hóp og höfdum leidsögumann í upphafi, sem sagdi okkur sögu stadarins og sýndi okkur tvaer staerstu kirkjurnar, eftir tad höfdum vid frjálsan tíma. Ég eyddi mínum í Búddenbrúkkshúsinu, tar sem Tómas Mann og fjölskylda áttu reyndar ekki heima, en afi hans og amma. Tad var mjög fródlegt og nú veit ég allt um tessa ágaetu fjölskyldu. Ég fór líka á markadinn sem er haldinn á Rádhústorginu, sem er pínkulítill ferhyrningur. Tar voru allir klaeddir í midaldabúninga og einn madurinn var meira ad segja í brynju. Tarna var haegt ad kaupa midaldaföt og midaldaskartgripi, horfa á járnsmid ad störfum og svo framvegis. Til minningar keypti ég mér tréblokkflautu, virkilega fallega, en ég er ekki alveg viss um ad sambýlingarnir kunni ad meta tad - en tá kannski haetta teir ad stilla útvarpid í eldhúsinu í botn tegar ég er ad reyna ad hugsa. Vid endudum svo daginn á eins og hálfs tíma leidangri um eitthvad sögufraegt hús med leidsögumanni sem taladi og taladi med tilbreytingarlausri röddu, mjög flott hús, en ég hefdi dvalid tarna í mesta lagi hálftíma hefdi ég verid ein. Eftir tessa ferd var ég mjög ánaegd ad hafa farid ein til Berlínar, tví ég sé alveg fyrir mér hvernig vaeri ad vera tar med hóp - frjáls tími í klukkutíma, svo allir saman ad skoda eitthvad sem kannski helmingurinn hefur áhuga á og alltaf stress ad vera á réttum tíma.

En um kvöldid hitti ég Jaz, eina af amerísku stelpunum, af tilviljun og vid endudum heima hjá Söru, sem er frá sama landi. Pólskur sambýlingur hennar var ad horfa á Júróvisjón og ég fékk ad horfa med - ameríkanarnir kunnu ekki ad meta tad. Mikid skammadist ég min fyrir íslenska lagid, tad var alveg hryllilegt og hverjum datt í hug ad láta söngvarann klaedast hvítum fötum (hvítt fer sárafáum karlmönnum vel), sérstaklega tegar allir virtust vita ad hann vaeri í hljómsveit sem héti í svörtum fötum. Danssporin voru líka mjög misheppnud. Mér til mikils léttis var útgangurinn á pólsku söngkonunni enn verri. Stigagjöfin var svo allt allt of langdregin - 36 lönd, verdur örugglega breytt á naesta ári. Annad sem maetti breyt er tungumálid sem sungid er á, keppnin hefur misst stóran hluta af sínum upprunalega sjarma eftir ad allir fóru ad syngja á ensku og nú heyrir madur hvad textarnir eru slaemir. Mér finnst ad á naesta ári eigi Íslendingar ad vera ödrum Evróputjódum gód fyrirmynd og syngja á íslensku - tannig myndu teir skera sig úr og fá fyrir vikid fleiri stig.

og próf ad lokum.... er ég tá Jane??? Hef ekki einu sinni séd tessa mynd svo ég veit ekki hvort fleiri kvenpersónur fyrirfinnast í henni. Eda kannski er ég bara Tarzan sjálfur, efast samt um tad, var aldrei neitt spes í Tarzanleikjum í leikfimi
CWINDOWSDesktoptarzan.jpg
Tarzan!


What movie Do you Belong in?(many different outcomes!)
brought to you by Quizilla

Engin ummæli: