miðvikudagur, maí 05, 2004

Ég er aftur ordin ad aumingjans litla, vitlausa útlendingnum hérna. Aetti á tessu augnabliki ad vera ad búa til fyrirlestur med tveimur ödrum stelpum, en taer tilkynntu mér mjög vinalega í dag ad taer vaeru fljótari ad gera tetta tvaer og aetli ad gera minn hluta líka. Ég á ad maeta til teirra á morgun og fá útprent af tví sem ég á ad segja. Taer meina tetta á besta veg og ég veit ad ég er ekki mikil hjálp tegar ég skil ekki alveg allt sem taer segja og tad tefur eiginlega bara fyrir ad hafa litla vitlausa útlendinginn med, en gátu taer ekki fattad tad ádur en ég las 400 bladsídna bók fulla af tölfraedi?

Tegar ég var ad koma frá teim, hitti ég Önju frá Rússlandi og hún baud mér í heimsókn og vildi endilega gefa mér eitthvad ad borda. Ef ég aetti ekki spegil myndi ég halda ad ég liti einkar sultarlega út tar sem allir vilja gefa mér ad borda hérna - fólk má varla sjá mig án tess ad bjóda mér í mat. En ég taladi lengi vid hana, henni leidist og mér skilst ad hún sé alveg haett ad maeta í tíma hérna og er bara heima allan daginn - audvitad leidist henni, en ég taldi hana á ad koma med í vettvangsferd til Lübeck á Júróvísjóndaginn. Veit annars ekki alveg hvernig ég á ad snúa mér í teim málum - bíóid á svaedinu sýnir keppnina á stóru tjaldi, en tad er ekkert gaman ad fara tangad ein og allir sem ég hef spurt útí Júróvísjón segjast aldrei horfa á keppnina og ad teirra land sé hvort ed er alltaf nedst. Hvernig er annars íslenska lagid? Ég hef bara heyrt tad einu sinni og er búin ad gleyma hvernig tad hljómar.

En svo ég snúi mér aftur ad framhaldssögunni um síldaraevintýri helgarinnar (sem er árviss atburdur og var í ár skipulagt af fjórum finnskum stelpum). Sídasta kapítula lauk tar sem ég fékk loksins leyfi til ad snúa aftur til míns heima um sexleytid á laugardagsmorgni - og tar sem tad tekur um tad bil 40-50 mínútur ad ganga heim, var ég tar um sjö. Skellti mér í sturtu og svaf svo Nick Knatterton svefni til klukkan hálfellefu og vaknadi tá hress og endurnaerd. Kom á réttum tíma á svaedid (skil ekki af hverju ég var svona stundvís) og tá var búid ad hengja upp borda og blödrur og ad rada bordum í stóran ferhyrningshring og pláss fyrir 120 manns (íbúa hússins og utanadkomandi, sem flestir voru Finnar)- mjög ljósmyndavaent, en ég var audvitad ekki med myndavél (einn ótalmargra hluta sem ég aetladi ad taka med en gleymdi). Ég skar mig soldid úr hópnum tví ad tad var skylda ad vera med asnalegan hatt og tar sem ég er ekki med neinn hatt hér og hafdi ekki hugmyndaflug til ad búa til einn úr pappír var ég berhöfdud, en tad var allt í lagi. Reyndar er tetta tilefni nýtt til ad nota stúdentshúfurnar - og allir Finnar bera taer á fyrsta maí, sem mér finnst snidugt, mín hefur bara rykfallid uppi í skáp undanfarin fjögur ár.

Ég sat hjá Svíunum og Dönunum og tetta byrjadi allt saman mjög vel, allir höfdu diska med kartöflusalati, gúrku, tómati og eggi og svo gengu diskar med kjötbollum og síld. Flöskur af vodka, sterkur víni sem er eins á bragdid og hot´n´sweet, raudvíni og sérfinnskri áfengisblöndu sem heitir siimo (á saensku mjöd). Svo var líka nóg af bjór (reyndar dönskum, sem var töluvert stílbrot). Allt var mjög fridsamt til ad byrja med, allir bordudu og töludu saman og svo hófst hópsöngur á finnskum og saenskum drykkjuvísum. Sídan stódust sumir ekki mátid og urdu ad prófa ad henda tómatnum sínum og allt í einu logadi allt í matarslag, allir hentu tví sem handbaert var og tad var svona snjókaststemmning. Tetta gekk sem betur fer fljótt yfir, allt í lagi med graenmetid, en einhver hefdi getad slasast med hardsodnu eggjunum. Tá var komid ad eftirmatnum sem voru sérstakar saenskfinnskar bollur - minntu soldid á vínarbraud - sem stelpurnar fjórar höfdu eytt heilum degi í ad baka - og kaffi. Sídan hélt veislan áfram og fólk rabbadi saman í litlum hópum og drakk meira áfengi - tetta minnti mig soldid á vor- og haustferdir, tar sem madur byrjar ad drekka um hádegi og allt voda gaman, allir tala saman og enginn fer neitt. Vedrid var líka frekar gott - tad gott ad ég sólbrann smá, enda ekki furda, ekki nóg ad kaupa sólarvörn og gleyma alltaf ad bera á sig.

En um hálffjögur var komid ad hápunktinum, ad synda í skipaskurdinum. Tetta er sundstadur á sumrin, en vatnid var frekar kalt svona í byrjun maí. Ein finnska stelpan leiddi hópinn og fór út í og fullyrti ad tad vaeri ekkert kalt - eftir smá hik var saenski strákurinn (tungur hnífur) naestur út í til ad sanna tad ad hann vaeri meira karlmenni en finnsku karlmennirnir. Og eftir tad var allt fullt af fólki sem hoppadi út í og sumir fóru í kapp, hverjir gaetu hoppad oftast út í. Fullt af fólki sem var í laugardagsgöngurferd stoppadi til ad furda sig á tessum vitleysingum. Katharina sem er Finnlandssvíi, var á tímabili ad hugsa um ad skipta um tjóderni, tví ad allir voru med finnska fánann um hálsinn (adgöngumidinn var lítid finnskt flagg med graenum borda sem var hengdur um hálsinn). Ég vona ad ég turfi ekki ad taka tad fram ad sem eini fulltrúi Íslands á svaedinu, gaetti ég tess til fullnustu ad vera landi og tjód til sóma og hélt mér turri á bakkanum.

Eftir badid hélt veislan áfram med söng, dansi og hljódfaeraleik - sumsé, tad var diskótek í gardinum og mikid dansad, adallega uppi á bordum - tegar áfengid sem hafdi verid keypt fyrir veisluna var búid og klukkan farin ad ganga tíu, var veislan faerd inn, tar sem barinn var.

Morguninn eftir vaknadi ég hress og kát og fór nidur í bae til ad fara á msn og hitti tar afmaelisbarndi Úllu og ýmsa fleiri. Tegar ég kom út af kaffihúsinu gekk ég eftir adalverslunargötunni, eins og ég geri vanalega á sunnudögum og venjulega er tad eins og draugabaer. En nú bar svo vid ad allsstadar var fólk, tetta var eins og Laugarvegurinn á Torláksmessu - og ástaedan var sú ad tarna er víst alltaf flóamarkadur fyrsta sunnudag í mánudi. Ég stódst tá freistingu ad kaupa nokkud, enda var ekki svo margt tarna kaupvaenlegt (sem hefur nú ekki alltaf stoppad mig í Kolaportinu) og skundadi sem leid lá til Johönnu, en hún hafdi einmitt bodid mér í strandferd (en ekki í mat, ótrúlegt en satt). Vid keyrdum til teirrar strandar sem fjaer liggur og tar hittum vid vinkonu hennar, sem er mjög almennileg. En loksins fékk ég ad sjá alvöru sjó, skipaskurdurinn telst ekki sjór tar sem tad vantar öldur, og tarna var fullt af fólki á seglbrettum og svo teim sem stunda nýjasta aedid, tad er ad vera á brimbretti og halda í bönd sem tengjast í risastóran flugdreka og láta stjórnast af vindinum. Vid settumst á kaffihús og fengum okkur kaffi og kökur og horfdum út á sjóinn. Á leidinni til baka fórum vid ýmsar krókaleidir og taer sýndu mér fullt af stödum sem ég hef aldrei séd - mjög gaman. En annad sem var ekki svo gaman var ad ég vard frekar veik af kaffinu - mér finnst tetta reyndar býsna kátbroslegt, ég get drukkid áfengi eins og mig lystir án tess ad finna fyrir nokkrum aukaverkunum (nema ég tala stundum fullmikid), en ég get ekki drukkid meira en einn bolla af kaffi í einu, án tess ad verda virkilega illt og flökurt og allt sem mér skilst ad fólk gangi í gegnum tegar tad er tunnt.

Ég held reyndar ad tetta kaffiástand mitt sé soldid sálraent - tengist örugglega vísu sem vid vorum látin syngja í tónmennt í tíma og ótíma (hef ekki hugmynd um hver er höfundur, en ef ég vaeri bandarísk myndi ég kaera hann fyrir ad hafa valdid mér verulegu tjóni - allt er haegt í Bandaríkjunum, var ekki einhver kona sem fékk baetur eftir ad hafa brennt sig á heitu kaffi á McDonalds?):
K-A-F-F-I
haett´ad tamba kaffi
taugar veiklar tyrkjadrykkur sá
heilsu spillir gerir börnin grá
slíkt herjans eitursvall
tad hentar börnum vart.

Tegar ég kom svo heim á sunnudagskvöldi, hitti ég sturtustrákinn og hann var eitthvad ad kvarta gódlátlega yfir tví ad ég vaeri lítid heima. Fyrst hélt ég ad hann hefdi nú ekkert getad farid í sturtu né snyrt sig tví ég var ekki hinum megin vid vegginn til ad ergja mig. En svo fattadi ég tad - stelpurnar voru ekkert heima tessa helgi og hann er verr staddur en ég. Hann er hálfgerdur útlendingur hérna (frá Baejaralandi) og tar sem tetta er fyrsta önnin hans tá tekkir hann líklega fáa - og engin skipulögd dagskrá hérna svo ad Tjódverjar geti kynnst. Ég aetti kannski ad fara ad tala meira vid hann (svona meira en hae og bae).

Engin ummæli: