þriðjudagur, maí 11, 2004

Tá er fyrstu námslegu trekrauninni minni lokid. Ég hélt fyrirlestur á týsku - en trátt fyrir ad hafa aeft mig ad lesa tann teksta sem mér var úthlutad, tá gekk tad ekki alltof vel. Tad eina sem mér gekk vel ad lesa var ljód (sem ég kalladi ekki Dicht heldur Lied, sem er lag en hverjum er svosem ekki sama), sem var endapunktur fyrirlestrarins. Mér fannst tad ad láta mig lesa ljód vera út í hött, en tad lukkadist engu ad sídur betur en lausamálstextinn. Hinir nemendurnir fengu útprent af fyrirlestrinum svo tad skemmdi ekkert fyrir teim ad hafa málhaltan útlending í tessu. Nokkrar stelpur flissudu, en taer gera slíkt hid sama tegar kennarinn talar af tvi ad hann er skoskur - talar samt mjög góda týsku (held ég).

Í gaerkvöldi aetladi ég rétt adeins ad skreppa á skólaskemmtun, en tar sem ég tafdist heima vid ad tala vid sturtustrákinn um áhrif sameiningar austur og vestur týskalands tá var ég ekki komin tangad fyrr en um hálftólf. Samtalid var virkilega fyndid, tar sem vid skiptumst á ad tala á ensku og týsku og enskan hans er álíka léleg og týskan mín.
En skemmtunin, sem var haldin í tjaldi vid hlidina á skólabyggingunni, reyndist mun skemmtilegri en ég bjóst vid og langflestir af hinum útlendingunum voru tar og plómusnafsamadurinn líka, tónlistin skemmtileg og allir dönsudu og skemmtu sér vel, tangad til klukkan var ordin trjú, tá fór fólk ad tínast heim. Ég átti mjög athyglisvert samtal vid einn af bandarísku strákunum, tar sem hann var ad útskýra fyrir mér hin ýmsu málfraedilegu gildi ordsins fuck og tók daemi af öllum ordflokkum - sídan aetladi hann ad kenna mér ad blóta á ensku og sagdi ad í tví vaeri málfraedin adalatridi - ég er ekki alveg viss um ad allir séu sammála tví, en mikid óskaplega var blótordafordin fátaeklegur hjá honum. Ég held ad tetta sé reyndar eitthvad fyrir Sonju ad rannsaka :)

En tessir ameríkanar eru svo yndislega fyndnir, ég skil ekki alveg tankaganginn hjá teim - sem gerir tetta enn fyndnara, tví tau meina allt sem tau segja. Ein stelpan vill ekki drekka áfengi, sem mér finnst fínt hjá henni tar sem hún skemmtir sér med ödrum án predikana, en hin eru alltaf ad agnúast út í hana og skilja tetta ekki alveg - tvaer stelpnanna voru alveg: -Aetlardu aldrei ad drekka? -Nei -En aetlardu ekki einu sinni ad drekka kampavín tegar tú giftir tig? -Nei -En tá geturdu ekki gifst.
Svo var tad strákurinn sem aetladi ad vera sídastur eftir inni í tjaldinu -fyrir Ameríku, og hélt áfram ad tala um tad sem madur gaeti nú gert fyrir födurlandid. Tad ad vera sídasti uppistandandi madurinn á svaedinu er sumsé eitthvad sem haegt er ad gera fyrir födurlandid.
Nú er ég virkilega ad hugsa hvad ég geti gert til ad heidra födurland mitt í sama anda, en dettur barasta ekkert í hug ;)

En ástin blómstrar alls stadar tessa dagana enda vor og á einhvern óútskýranlegan hátt er ég ordinn helsti ástarrádgjafinn á svaedinu - hvad í ósköpunum vard til tess veit ég ekki, en núna koma margir til mín og bera sig aumlega yfir tví hvad teir/taer séu nú skotnar í tessari/tessum og hvad sé mögulegt ad gera í stödunni og hvad hinn adilinn hafi nú gert eda sagt sídast og hvernig megi túlka tad.

Engin ummæli: