föstudagur, maí 14, 2004

Og tad tókst núna. Ég held ad ég sé ordinn bloggsjúklingur - ég komst ekki inn á bloggid í gaer og vard alveg midur mín. Samt var tad ósköp fátt sem ég hafdi ad segja, eiginlega ekki neitt - tetta er alveg stórhaettulegt.

Á midvikudagskvöldid fór ég á svona Sprackspielabend, sem er fyrir útlendinga og tá Tjódverja sem nenna. Sídast var fullt af fólki en núna maettu bara átta. Leikirnir voru skemmtilegir - en fullerfidir fyrir fólk sem hafdi ekki týsku ad módurmáli, en ég er viss um ad ég mun pína einhverja í tessa leiki á íslensku tegar ég kem heim, bídid bara ;-)
Annar fólst í tví ad tad var skipt í tvö lid, og svo dró einn leikmadur spjald med fjórum ordum og átti ad tala í tvaer mínútur og koma öllum ordunum ad - hitt lidid átti svo ad giska (í fjórum giskum) hvada ord tad hefdu verid sem stódu á spjaldinu og fékk stig fyrir hvert rétt svar en lid sögumanns stig fyrir hvert vitlaust svar. Ég var alveg svakalega gód í tessu og lidid mitt fékk fjögur stig fyrir söguna sem ég sagdi, reyndar held ég ad adalástaedan fyrir tví hafi verid sú ad hitt lidid skildi ekki ord af tví sem ég sagdi - enda á skelfilegri týsku - ég held ad tau hafi giskad á öll tau fjögur ord sem tau heyrdu skýrt og greinilega. Sagan mín átti ad innihalda ordin: Stúdentagardsherbergi, elskendur, taka afsökun til greina og vedurfréttir.

Seinna um kvöldid datt Issí og Lindu í hug ad fara á ströndina og budu mér med. Vid fórum ad Olympíustadnum og ströndin er alveg pínkulítil eiginlega ekki neitt (álíka og í Nauthólsvík). Tarna vorum vid nánast í svarta myrkri og fórum svo ad skoda seglskúturnar sem lágu tarna rétt hjá. Tessi strandferd hafdi tau áhrif á okkur allar ad heim komnar fórum vid beint í rúmid og sváfum allt of vaert og vorum ad deyja úr treytu í gaer - heilnaemi sjávarloftsins.

Mig dreymdi reyndar furdulegan draum, örugglega undir áhrifum frá Berlínarferdinni, en ég var í týska hernum og var áhorfandi á skemmtun tar sem allir aedstu embaettismenn seinni heimsstyrjaldarinnar voru. Allt í einu fór Eva Braun upp á svid og leit út eins og Marlene Dietrich og söng lag med Britney Spears og Hitler vard svo gladur ad hann fór ad dansa og var tá í skátastuttbuxum og tíglóttum, marglitum sokkabuxum undir.

Og bara svona ad lokum smá próf, tar sem leitarvélin á quizillu er komin í lag og ég get tekid skrýtin próf.

You are a TRUE blackadder fan....right, thankyou, now sod off
You are a TRUE Blackadder fan...well done, now sod
off :D


How much of a Blackadder fan are you?
brought to you by Quizilla

Engin ummæli: