þriðjudagur, maí 18, 2004

Af hverju er tad alltaf svoleidis ad tegar madur á ad vera ad skrifa ritgerd er allt sem leynist á netinu svo ótrúlega spennandi? Og tá meina ég allt, í gaer var ég tad djúpt sokkin ad ég var farin ad lesa innlegg á femin um hvad vaeri til ráda tegar ungabarnid manns er med hardlífi - og sídast tegar ég vissi var ég alveg barnlaus.

En tad ad ritgerdavinnan gangi haegt er ekki furda tegar litid er til tess ad:
1) alltaf tegar ég er komin í stud, tá tarf ég ad maeta í tíma - stundataflan mín er einkum ósamfelld og med tilliti til tess ad ég tarf um tad bil klukkutíma af rápi á netinu eda kapli (í netlausum tölvum) til ad koma heilanum í skrifgír, tá verda öll tessi tveggja tíma göt mín fremur ódrjúg.
2) ég kemst bara í tölvur á bókasafninu og tölvuherberginu er lokad klukkan 21:30
3) tessar "yndislegu" tölvur hafa ekki ritvinnsluforrit - fyrst vissi ég ekkert hvad ég aetti ad gera en tar sem neydin kennir naktri konu ad spinna tá er ég núna ad skrifa ritgerdina á bloggsídu (tví tar er haegt ad hafa kaflaskiptingar) og tad gengur haegt
4) tessar "yndislegu" tölvur slökkva á sér án vidvörunar ef madur er á sömu sídunni í meira en 10 mínútur án tess ad klikka á eitthvad
5) íslenskustödvarnar í heilanum tjást af rydgun, á í erfidleikum med ad búa til fallegar og skiljanlegar setningar sem eru ekki fimm til átta línur á lengd (en tar sem tessi ritgerd er fyrir latínudeildina er tad kannski í lagi)

Annars er ég farin ad halda ad ég líti óhemju unglega út tessa dagana, hélt ad ég vaeri ordin fullordin tví sídasta árid hefur enginn spurt mig um skilríki til ad komast ad aldri mínum. En hér gegnir sko ödru máli, ég fór til daemis á McDonalds um daginn og pantadi mér tad sama og ég geri venjulega, nema hvad madurinn sem afgreiddi mig byrjadi ad röfla eitthvad um matsedla og vildi endilega kalla máltídina mína barnamatsedil. Tar sem tad skiptir mig engu hvort maturinn minn er barna eda fullordins kinkadi ég bara kolli svo hann yrdi ánaegdur. Ég veit ekki hvort hann gladdist mikid en tegar ég tók bakkann minn og aetladi ad ganga í burtu sagdi hann mér ad bída og nádi svo í dótid sem fylgir víst med svona barnamatsedlum. Ég var adeins of hissa til ad heimta litríku umbúdirnar sem krakkar fá. Svo nú á ég ofsaflotta dúkku sem er algjör gella í magabol og gallapilsi (stórefast um ad tetta sé hollt fyrir vidkvaemar sálir) og alles og er svona ad furda mig á tví hvort tad sé skylda hjá tessum stödum ad láta dót fylgja barnamatsedli eda hvort ég líti bara svona unglega út eda hvort hann hefur haldid ad mér myndi leidast ad borda ein.

Annad daemi um aesku mína og sakleysi, ég frétti tad hjá einni af amerísku stelpunum ad tegar runnid var af blótstráknum hafi hann verid alveg í rusli yfir ad hafa kennt mér öll tessi ljótu ord. Ekki baetti úr skák ad taer hundskömmudu hann fyrir ad reyna ad spilla mér. Ekki tad ad ég aetli ad gera mjög lítid úr blótinu hans (sem var eiginlega bara eitt ord í mismunandi útsetningum) en tetta ord hef ég heyrt ad medal tali tíu sinnum á dag (ef ekki oftar) sídan ég byrjadi í 6 ára bekk og hef aldrei skilid hvad vaeri svona svakalega slaemt vid tad. Ég held ad tarna sé gráupplagt atvinnutaekifaeri fyrir Sonju, tegar ritgerdinni tinni er lokid geturdu ferdast um heiminn og kennt fólki ad blóta almennilega.
Tjódverjarnir eru nebbla ekkert skárri, ef eitthvad er slaemt er tad Scheiße - en ef tad er virkilega slaemt er tad Doppelscheiße og tar med er teirri upptalningu lokid.

En fyrst ég er ad lýsa unglegheitum mínum yfir er ekki úr vegi ad minnast úr atvik úr ökuskólanum í fyrra. Tar sat ég og var svo algjörlega langelst og fannst ég vera svo áberandi og hélt ad allir saeju eins og skot hvad ég vaeri gömul og langadi eiginlega bara ad sökkva ofan í jördina. Í einum frímínútum fór ég eitthvad ad tala vid eina stelpuna tarna og hún spurdi mig hvenaer ég aetti afmaeli - ég sagdi eins og satt var ad ég aetti afmaeli í september, hún horfdi á mig og sagdi svo, "vodalega ertu dugleg ad vera ad taka ökuskólann svona snemma tegar er svona langt tangad til ad tú átt afmaeli". Mér fannst ég nú ekkert vodadugleg, sérstaklega tar sem ég var ad verda 23 en ekki 17 en fannst tetta samt ad sumu leyti vera hrós.

Og smá Remus ad lokum og bara fyrir tá sem hafa áhuga á Harry Potter, tá er J.K. Rowling búin ad opna virkilega flotta heimasídu - jkrowling.com

FlawedHero!Remus
How do you define Remus Lupin?

brought to you by Quizilla

Engin ummæli: