sunnudagur, ágúst 05, 2007

kattavandi

Ég er farin að halda að ég sé heimsins versti kattapassari. Ég hélt að þetta yrði ekkert mál, bara að gefa kettinum að éta og skipta um sand reglulega. En nei, kötturinn vill líka stöðuga athygli og klapp og knús - hefur greinilega hundleiðst þennan hálfa mánuð sem hann hefur verið einn heima og þráir félagsskap. Ég hins vegar er ekkert gefin fyrir ketti - allavegana ekki í návígi - og þeir kettir sem ég hef komist næst að umgangast er tríóið hennar Gunnhildar og þeir vilja sko ekkert leyfa mér að snerta sig. En þessi eltir mig nú á röndum þegar ég er heima og þegar ég er inni í herbergi stendur kisan fyrir utan dyrnar og mjálmar og vælir og ég er með virkilegt samviskubityfir að hunsa hana svona. Ég hef samt reynt að klappa henni eitthvað og tala við hana en það er greinilega ekki nóg - hvað á maður til dæmis að gera þegar köttur veltir sér á bakið og iðar út öllum skönkum? Klappa eða klóra eða bara forða sér?

Og fyrst þetta er orðinn dýrapóstur, þá var ég í stórmarkaði áðan og þar var leðurblaka sem hafði villst og flaug um allt þar til einhver náði að lokum að fanga hana í inkaupakörfu. Það var frekar skondin sjón að horfa á þann eltingarleik.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þegar kisan leggst á bakið, þá eru það hin mestu vinahót. Þú átt bara að strjúka henni lauslega. Þá snýr hún sér á réttan kjöl og malar. Manstu úr Urðarketti í Svörtum fjöðrum? :

Gott eiga þeir, sem gleyma,
að eitt sinn áttu þeir heima
í meyjarkjöltunni mjúku og fengu
að mala þar og dreyma.
Gott eiga þeir, sem gleyma.

Annars munu kettir í Nýja-Englandi (þú ert víst þar) vera af íslenskum uppruna. Þeir eru líkast til komnir út af köttunum hennar Guðríðar Þorbjarnardóttur, sem hljóta að hafa lagst út veturinn, sem hún bjó í Hópi (nú New York). Þeir hafa svo orðið villikettir í héraðinu, en laðast aftur að húsum, þegar Englendingar námu þar land 400 árum síðar.

Kolfinna sagði...

Hún gæti mjög vel verið af íslenskum uppruna. Hún er grábröndótt og alveg eins og kettirnir heima.

Ég hef reynt að strjúka á henni magann en þá slæmir hún löppunum í hendurnar á mér.

Nafnlaus sagði...

Þegar hún slæmir klónum í hendurnar á þér, þá er það bara leikur. Hún er sennilega ung að árum og líklega hálfgerður kettlingur enn þá. En hvernig veistu, að þetta er læða?

Við vorum að koma heim úr ferð austur í sveit. Við urðum þess vör að tvívegis var reynt að hringja (númerið á skjánum benti til útlanda), en í hvorugt skiptið svo lengi, að við næðum að svara í gemsann. Hringdu aftur sem fyrst.

Kolfinna sagði...

Ég held að hún sé nokkurra ára gömul, allavegana hefur hún átt nokkra eigendur. Mér var sagt að þetta væri læða og hún heitir víst Baby. En mér líður illa yfir því hvað hún er sorgbitin yfir því að ég haldi ekki á henni eða leiki við hana.

Svo þið voruð að flækjast austur í stað þess að bíða í ofvæni við símann ;p Ég hringi í ykkur fljótlega - komið fram yfir miðnætti hjá ykkur núna.

Og til að bæta við dýralífslýsinguna þá fór ég í gönguferð upp á skólasvæðið áðan og sá fullt af íkornum og einn þvottabjörn á leiðinni :o)

Nafnlaus sagði...

Laedur hafa yfirleitt spena a mallakutnum, fardu tvi varlega tegar tu klorar henni a maganum. Tad ad hun reyni ad klora tig tydir ad tu ert ad gera eitthvad sem henni tykir otaegilegt. Profadu ad klora henni tar sem rofa og bak maetast a litlum punkti, tad finnst litlum kisum svo gott ad teir fa gaesahud :)

Tu verdur svo ad hringja lika aftur i mig, eg missti af simtalinu tinu lika. Eg hlakka til ad koma i heimsokn til tin og sja allt dyralifid tarna i kanalandi :)