laugardagur, ágúst 18, 2007

veður

Það hefur komið mér á óvart hérna að veðurspár hérna virðast langoftast vera réttar (allavegana enn sem komið er). Í gær var sól og blíða allan daginn og himinninn heiður en veðurstofan sagði að um kvöldið myndi rigna. Ég hló bara að því (enda vön að vantreysta veðurspám) og fór í mínum sumarfötum í Rauðu hlöðuna að hitta fólk - ekki vildi þó betur til en svo að þegar þeim stað var lokað (rúmlega sjö) var hellirigning úti og meira að segja þrumur og eldingar. Þannig að ég og aðrir skáskutum okkur á milli húsa og fundum loksins byggingu sem var opin og með stólum í anddyrinu og biðum þar þar til veðrinu slotaði. Það sama gerðist í morgun, grenjandi rigning en veðurstofan sagði að um hádegi yrði tuttugu stiga hiti og sól - og eins ólíklegt og það var út frá skýjafari þá gekk það eftir. Ég er samt við öllu búin og hef lagt sandalana á hilluna í bili.

Engin ummæli: