þriðjudagur, ágúst 21, 2007

lítill krakki í nammibúð

Núna þarf ég að velja námskeið til að taka á haustönninni og þar sem ég er gestanemi má ég alveg ráða hvað ég tek, sama í hvaða deild það er. Ég skoðaði kennsluskrána í gær og fann á fimm mínútum um tuttugu kúrsa sem ég væri til í að taka, en má taka tvo til þrjá. Aldrei þessu vant ætla ég að fylgja reglunum enda þarf ég að ætla mér nægan tíma til að undirbúa kennsluna, svo nú taka við miklar samningaviðræður við sjálfa mig um hvað er skynsamlegt að taka og hvað skemmtilegt og svo framvegis.

Stundum öfunda ég fólk sem veit nákvæmlega hvað það vill.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Good post and this post helped me alot in my college assignement. Thank you on your information.