föstudagur, júlí 16, 2004

Verdur madur ekki ad monta sig tegar einhver sem madur tekkir er í blödunum? Opnadi mbl.is svona til ad athuga hvada vitleysur landar mínir vaeru nú ad gera. Fyrir tilviljun tá sá ég tvaer fréttir tar sem skyldmenni mín komu vid sögu og tar sem mbl skrifar ekkert um mig (skil ekki af hverju) tá ákvad ég ad bada mig bara í sól teirra og segi til hamingju ;o)


Korni var sáð í um 3.000 hektara í vor og hefur aldrei áður verið sáð jafnmiklu hér á landi. Í fyrra var sáð í um 2.600 hektara. ... Að sögn Jónatans Hermannssonar, tilraunastjóra hjá Rannsóknastofnun landbúnaðarins, er ekki vitað annað en að sáning hafi gengið vel. Hann segir þó of snemmt að segja til um uppskeru því síðari hluti sumars ráði úrslitum um vöxt og þroska kornsins. Í fyrra varð algjör metuppskera á korni, en heildaruppskera 2003 er samkvæmt Hagtölum landbúnaðarins áætluð um 11 þúsund tonn. Jónatan sagði að þá hefði farið saman mjög gott sumar og aukin sáning, en hún hefði aukist um 10% að jafnaði síðustu ár.


Keppni hófst i morgun á Evrópumeistaramóti unglinga í sundi í Portúgal, en þar keppa fimm íslenskir sundmenn. Þau kepptu öll í undanrásum í morgun og tókst tveimur þeirra að bæta sinn fyrri árangur. ... Oddur Örnólfsson, Ægi, synti 400 m fjórsund á tímanum 4.44,75 mín., átti áður 4.50,68 og þar með stórbætti hann sinn fyrri árangur. Þetta nægði Oddi til 16. sætis.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta er nú meira... ekki var ég búin að sjá þetta. En glæsilegt samt, enda ekkert nema stórmenni í þessari fjölskyldu!
Kv Hekla frænka