laugardagur, júlí 03, 2004

Gunnhildur, Lóa og Fífa komu í heimsókn í gaer, sama dag og taer hófu interrailaevintýri sitt. Taer sögdu mér ad konan sem taer keyptu midana af í Kaupmannahöfn hefdi horft á taer eins og tad vaeri eitthvad ad teim, tegar taer spurdu hvernig vaeri best ad komast til Kiel. Greinilega ekki fyrsti stadurinn sem flestir í svona ferdalögum fara til - enda ekkert hér ad sjá. En tad var virkilega gaman ad sjá taer en samt svolítid furdulegt, tví ad taer voru fyrstu kunnuglegu andlitin sem ég hef séd í mínu daglega umhverfi hérna. Ég vona ad ferdalagid teirra verdi skemmtilegt og öfunda taer í leidinni af tví ad vera trjár, ad geta sagt sídar "manstu tegar tetta gerdist". Ég get tad ekki, verd ad segja allar sögur frá upphafi.

Núna er ég ad reyna ad ná mér eftir heimtrárkastid sídan í gaer og er ad vinna ad fyrirlestri sem ég á ad halda med tremur ödrum stelpum í naestu viku. Vid eigum ad tala um minnihlutatungumál á Bretlandseyjum sem vaeri allt í lagi, fyrir utan tad ad taer vilja endilega skipta efninu tannig á milli okkar ad tad verdi sem flóknast ad leysa úr tví. Kennarinn okkar lét okkur hafa blad med 12 atridum sem eiga ad koma fram um hvert tungumál og í stad tess ad skipta med okkur tungumálum, vilja taer skipta atridunum nidur "tví tad er til mismikid efni um tungumálin og vid verdum allar ad tala í 15 mínútur". Sumsé adferdin sem allir hinir nota er ekki nógu gód fyrir okkur og í stad tess ad taka eitt eda tvö tungumál fyrir tá tarf ég núna ad skoda heimildir um sjö tungumál og tína út úr teim tad sem er nothaeft. Ég reyndi ad koma mínu sjónarmidi á framfaeri og sannfaera taer, en tad er nefnilega tad slaema vid hópvinnu, ad ef madur lendir í minnihluta verdur madur ad gera eins og hinir vilja - sama tó hinir viti ekkert í sinn haus. Og ad auki virkar ekki 15 mínútna reglan tannig ad atridin séu öll jafnstór og veigamikil, heldur lendi ég med jafnmikla eda meiri vinnu en ef ég taeki stakt tungumál fyrir miklu faerri mínútur. Barnaleg eins og ég er, var ég tad reid ad ég skrifadi út um allt á bladid mitt - heimskar stelpur, vitlausar stelpur - kosturinn vid tad ad enginn skilur tad sem ég skrifa.

Og svo til ad baeta gráu ofan á svart tá aetlar veiki kennarinn ad vera veikur út önnina, en til ad baeta fyrir tessi veikindi svo ad fólk fái námskeidid metid, aetlar hún ad kenna fullt af aukatímum sídustu tvaer vikurnar ádur en naesta önn hefst (sumsé sídustu tvaer vikurnar í september). Sem týdir ad ég fae tetta námskeid örugglega ekki metid og tar med snarfaekkar einingunum sem ég kem med heim. Ég aetla ad tala vid Erasmusfulltrúann hérna eftir helgi og fá ad vita hvad ég á ad gera.

Enn og aftur gerist tad sama, ég geri ekkert hérna nema ad kvarta og kveina - en til ad baeta úr tví aetla ég ekkert ad minnast á tá miklu rigningu sem var hér í dag og gaer og taka bara eitthvad skemmtilegt próf í stadinn.

Take the quiz: "Which 'Queer Eye' Guy Are You?"

Kyan
You are Kyan! Always conscious of how you look, you don't consider your face ready for the day without moisturizing. Your bathroom is probably spotless. You could navigate a hair salon blindfolded. Keep stylin' away, and don't forget, cleanse, then moisturize!

Jahá er ekki sammála tessu (vildi fá Thom), en naesta próf minnir mig á ad Tjódverjum finnst tad furdulegt ad Rammstein skuli vera fraegir á Íslandi, mér finnst tad hins vegar furdulegt med Tjódverja ad ég hef engan hitt sem hefur horft á Derrick.

Take the quiz: "Which Rammstein song are you?"

Eifersucht
You are most like "Eifersucht" (Jelousy)

Engin ummæli: