fimmtudagur, júlí 08, 2004

Á morgun eigum vid ad halda fyrirlestur um minnihlutamálin. Tess vegna turfti ég í dag ad skila texta fyrir dreifiblöd - taer sem eru med mér í tessu aetludu fyrst ad prenta tetta hver fyrir sig, hver med 1/4 af fyrirlestri um sjö tungumál svo tad yrdi laglegur hraerigrautur, en loksins var hlustad á mig og allt verdur sett saman í eina heild. Annars er ég handviss um ad einhver skörun er á milli efnisflokka og líka tad um hugtakanotkun. Ég kvídi svolítid fyrir tví.

Tad gekk baerilega ad semja tessa útdraetti eftir ad ég haetti vid upphaflegu adferdina: enska (heimildirnar) - íslenska - týska, og tók ad nýta mér ensk-týsku ordabókina mína af miklum mód. En vegna skorts á Word í tessum tölvum, lenti ég í tví sama og med ritgerdina um daginn ad skrifa bara á blogspot - sem er ágaetis ritvinnsluforrit svoleidis. En ef einhvern langar til ad skoda texta á týsku sem er morandi í allskonar villum tá er slódin indexia.blogspot.com (takid sérstaklega eftir fyrstu málsgreininni í Walisisch (velska) - ég er virkilega stolt af henni).

En tad sem ég laerdi annars af tessum fyrirlestri, tar sem minn hlutur var ad skoda sögu tungumálsins, bókmenntir og ordabaekur, er ad tad tarf vodalítid til tess ad tungumál deyi út. Um leid og foreldrar sjá ad teirra eigid módurmál er hálfgagnslaust tá byrja teir ad tala "betra" tungumál vid börnin sín, svo ad börnin verdi altalandi á tad mál. Núna er ég farin ad hafa verulegar áhyggjur af íslensku - hraedd um ad enskan gaeti gleypt hana líka. Annars erum vid tungumálsins vegna svo heppin ad búa á eyju langt frá öllum, tví annars vaeri íslenskan örugglega löngu dáin.

Ég kíkti á mbl.is og sá tar tvaer fréttir sem vöktu áhuga minn. Sú fyrri er um ad enginn hafi verid stunginn á hol í árlega nautahlaupinu en margir verid tradkadir nidur - mig langar ad vita hvers konar vitleysingum dettur yfirhöfud í hug ad hlaupa á undan bandbrjáludum nautum, tad er haettulegt og madur gaeti meitt sig.

Hin fréttin er um gagnvirka legsteina, nú er haegt ad hafa samband vid hinn látna í gegnum legsteininn hans - tad er teir fá ad sjá og hlusta á efni sem hinn látni hefur tekid upp syrgjendum sínum til huggunar. Veit ekki alveg um ágaeti tessarar hugmyndar en allaveganna yrdi legsteinunum fljótt stolid eda teir skemmdir - miklu snidugra ad skrifa bara bréf eda taka upp á myndband (og örugglega miklu ódýrara líka)


Take the quiz: "Which famous actress are you?"

Charlie Chaplin
Wow, I'm not a famous actress at all! I'm Charlie Chaplin! How the Hell did I get this?

3 ummæli:

Ragnheidur sagði...

Frekar furðuleg niðurstaða úr þessu prófi!

Nafnlaus sagði...

Júhú!
Hæ Kolfinna!
Gaman að muna aftur eftir blogginu þínu og hafa alveg fullt fullt, heila bók að lesa.
Hvenær kemurðu heim?!
Luv,
Júlía

Nafnlaus sagði...

Haehae.
Ég kem heim tann 19. ágúst, tad er eftir 6 vikur. Veit ekki alveg hvort ég á ad hlakka til ad sjá alla aftur eda kvída fyrir ad skilja vid allt hér. Gaman ad heyra frá tér :o)