laugardagur, júlí 24, 2004

Vedrid hérna í gaer var furdulegt - um midjan daginn kom svakaleg skúr med tilheyrandi trumum og eldingum og eftir hana var baerinn á floti. Á adalverslunargötunni nádi vatnshaedin 40 sentímetrum - en baerinn er byggdur med tilliti til tessa, til daemis er verslunargatan dýpst í midjunni svo ad vatn fari ekki jafnmikid inn í búdirnar. Nidurföllin eru líka kröftug og kortéri eftir ad stytti upp var allt vatn horfid.

Ég fór í bíó í gaer - aetladi ad sjá Shrek, en villtist - tad er ad segja bíómidinn minn laug eda ég misskildi hann svolítid. Ég fékk mida sem á stód 1 og hélt tví ad ég aetti ad fara í sal 1 (virkadi allaveganna sídast í tessu bíói), fann mér saeti og sat ósköp popplaus og róleg. En viti menn, tegar korter var lidid frá tví ad myndin átti ad hefjast, hófst sýningin loksins, en tad var bara allt önnur mynd - (T)raumschiff Surprise, týsk grínútgáfa af Star Trek og Star Wars - hún var reyndar mjög fyndin, svo ég vard ekki fyrir miklum vonbrigdum. Sídan tegar ég kom út sá ég ad skipanin í tessu bíói fer fram med hvada plakat er vid salardyrnar, en ég var ekkert ad paela í tví, horfdi bara á númerid á midanum mínum.

Eyddi öllum deginum í dag med Ann, tetta er líklega í sídasta skipti sem ég sé hana og af tví tilefni klárudum vid safnahringinn okkar og erum nú í áföngum búnar ad fara á öll tau trjú söfn sem fyrirfinnast í Kiel. Sorglegt ad skilja vid hana á krossgötunum tar sem ég beygi alltaf upp til ad fara heim - en soddan er lívet.

Naesta trekraun hjá mér er mánudagsmorguninn, ég er ad fara til Berlínar í tveggja daga ferd og rútan fer klukkan 5 ad morgni frá járnbrautarstödinni - straetó byrjar ekki ad ganga fyrr en 6, svo annadhvort tarf ég ad leggja af stad heiman frá mér klukkan 4 eda sofa á járnbrautarstödinni.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sæl
Reyndi ad senda ter post i dag, en hann virdist ekki hafa farid af stad. Tegar tu lest tetta verdur tu sjalfsagt buin ad fara til Berlinar.
Her a Schæffergaarden er allt eins og var og allt i godum gir.
Hittumst a manudaginn.
Mamman