miðvikudagur, júlí 14, 2004

Ég er í neikvaedu skapi í augnablikinu, enda ekki audvelt ad vera mjög jákvaed med stíflad nef og hósta, en hef hinsvegar ákvedid ad skrifa um tau leidindi. Hins vegar las ég í gaer bók, eda réttara sagt hluta af henni sem mér fannst mjög furduleg.

Bókin heitir Goddess of the North og er framan og aftan á kápu skilgreind sem fraedibók um norraena godafraedi. Tad fór svolítid um mig tegar ég las tileinkunn höfundar fremst í bókinni: Til teirra triggja afla sem styrkja mig mest, mannsins míns, sonar míns og hinar eilífu gydju.

En ég ákvad ad gefa bókinni séns (tótt textinn vaeri langt frá tví ad vera hlutlaegur), alveg tangad til ad ég kom ad teim stad sem hún lýsti ákvördun sinni um ad skrifa bókina - tá sat hún nýbökud módirin med barnid sitt í fanginu og fann hvernig kraftur hinnar miklu gydju umvafdi hana.

Eftir tad ákvad ég ad fletta lauslega í gegnum bókina til ad sjá hvort ad hún skánadi ekki - sem hún gerdi ekki, sérstaklega tegar hún var ad lýsa norraenni godafraedi og vitnadi í Snorra-Eddu, tó svo ad helmingurinn af tví sem hún skrifadi standi ekki í teirri bók, heldur eru greinilega hennar hugmyndir um ad túlka texta Snorra - og búid ad baeta inn persónum sem voru ekki tar en henni finnast ad hafi átt ad vera tar.

Svo ég lagdi tessa bók frá mér og hélt áfram ad lesa Bródur minn Ljónshjarta sem ég fann á saensku á bókasafninu - miklu meira vit í henni.

Engin ummæli: