mánudagur, júlí 19, 2004

Fór ádan á opnunarhátíd ólympíuleikanna í edlisfraedi. Ég gafst reyndar upp á ad vera tarna eftir ad búid var ad kynna löndin, tví hitinn var kaefandi. Um tad bil sextíu lönd eru skrád til keppni og var búid ad leggja mikla vinnu í kynningarnar, til daemis búid ad taka upp "velkomin til Kiel" á öllum tungumálunum - taer kvedjur heyrdust samt ekki fyrir lófataki tegar keppendum hvers lands var fagnad. Tannig ad sú vinna var hálfgagnslaus. En ég klappadi voda mikid fyrir Íslandi sem sárabót fyrir ad tau heyrdu ekkert í upptökunni af íslenskunni minni.

Medan á kynningunni stód skemmti ég mér vid ad skoda kynjahlutföllin, flestar tjódirnar sendu fjóra keppendur og oft voru teir allir karlkyns, mörg lönd höfdu eina stelpu, nokkur tvaer (tar á medal Kúvaet), en Portúgal var eina landid tar sem stelpurnar voru trjár og bara einn strákur.

En talandi um kynjahlutföll tá fór ég med Sigrúnu ad sjá Köngulóarmanninn II í gaer. Mjög skemmtileg mynd - alveg jafnfyndin og sú fyrri. En tad sem fór svolítid mikid í taugarnar á mér, var hvad konurnar í tessari mynd voru mikil fórnarlömb og alltaf turfti einhver karlmadur ad hjálpa teim. Gat alveg skilid tad ad Köngulóarmadurinn tyrfti ad bjarga konunni sem hann var hrifinn af, en ad í öllum atridum tar sem eitthvad slaemt gerdist sáust oft karlmenn toga í konur eda ýta teim frá haettu sem taer tóku ekki eftir, en aldrei öfugt. Annars var vondi kallinn bara fyndinn og mér tykir alltaf jafnmerkilegt ad ég tek ekki eftir tví ad myndir séu döbbadar - tad er tad vel gert.

Annars leid helgin í hálfgerdri leti - gerdi fátt, en tad er barasta allt í lagi. Naesta verk á dagskrá er ad taka til í herberginu mínu og finna eitthvad aetilegt - er búin ad gefast upp á múslístöngunum sem ég hef lifad á undanfarid og er daudfegin ad tad er mánudagur, tví tá get ég farid í mensuna. Alltaf tegar ég kvarta yfir matnum hérna og ad ég finni ekki neitt til ad borda spyr fólk mig hvad ég bordi tá heima hjá mér - ég er búin ad hugsa og hugsa en man ekki hvad ég borda venjulega heima.

Og eitt kvart í lokin, tad er haett ad rigna en hins vegar ordid alltof heitt allsstadar - fjórir dagar af tví og ég sakna rigningarinnar. Eins og sést tá er ég aldrei ánaegd :o)

Engin ummæli: