laugardagur, júlí 17, 2004

However, the Teutonic reputation for brutality is well-founded. Their operas last three or four days. They have no word for 'fluffy.' (Blackadder)

Ég sá óperu í gaer, sem betur fer var hún bara trír til fjórir tímar á lengd - ég hefdi ekki enst lengur. Tildrögin voru sú ad tad var bodid upp á vettvangsferd til Austur-Holstein sem endadi med sýningu á Töfraflautunni undir berum himni í hallargardinum í Eutin (sem er einn allra fallegasti baer sem ég hef á aevinni séd). Í fyrsta skipti í manna minnum rigndi ekki neitt og óperan var brádskemmtileg, ég nádi alveg tví sem var ad gerast en fannst hins vegar ad hefdi alveg mátt sleppa prinsinum og prinsessunni og hafa bara Papagenó allan tímann á svidinu, tví hann var óborganlegur. Tad var líka yndislegt ad sjá tessa óperu utandyra, tví tótt ad undir lokin vaeri ordid dálítid kalt og hljómburdurinn vaeri ekki mjög gódur, tá var aedislegt ad hefja sýninguna í björtu og enda í myrkri og syngjandi fuglar í kapp vid söngvarana.

Tessi vettvangsferd var vel heppnud ad öllu leyti nema einu, tad vantadi meirihlutann af fólkinu. 30 manns höfdu skrád sig og borgad fyrir ferdina en vid vorum bara sjö sem maettum á tilsettum tíma. Eftir smá umraedur um tad kom í ljós ad dagskráin sem madur faer vid skráningu hafdi verid göllud í fyrstu og tar hafdi stadid -laugardagur, 16. júlí- en tegar ég skrádi mig fyrir tveimur mánudum var búid ad breyta henni og ég var líklega sú fyrsta sem fékk rétta dagskrá. En tar sem fólkid sem sér um svona ferdir fattadi vitleysuna fyrir tveimur mánudum og allir verda ad skrá netföng sín á listann, skil ég ekki af hverju ekki var sendur tölvupóstur á línuna til tess ad leidrétta tetta. Í dag verdur örugglega hópur af fólki sem bídur bálreitt eftir tví ad komast í ferd sem er tegar farinn. En afleidingin var sú ad vid vorum sjö, auk leidsögumanns og bílstjóra, í tveggja haeda rútu, vorum med 20 aukamida á sýninguna og gátum tví valid hvar vid vildum sitja.

En í gaer var líka sídasti skóladagurinn, sem gekk snurdulaust fyrir sig og nú hef ég ekkert skólalegt ad gera fyrr en eftir mánud og tá saeki ég sídustu stadfestingar á námskeidum og fer med taer í ýmis möt (get ekki gert tad fyrr, tví einn kennaranna er ad fara í frí og getur ekki látid okkur hafa tessi blöd fyrr en hann kemur til baka - en ég er búin ad athuga med skrifstofurnar og allt verdur opid tá). Furdulegt ad vera komin í sumarfrí án tess ad taka próf/skrifa ritgerdir og vera ekki í ódaönn ad leita mér ad vinnu.

Útlendingarnir eru tegar farnir ad tínast í burtu, Anja hin rússneska fór í gaer og tad tók alveg tvö kvöld ad kvedja hana. Fyrst á midvikudagskvöldinu tar sem ég kom í heimsókn til ad segja bless, en tá var svona lítid eldhúspartý tar - og fyrir utan okkur tvaer var stelpa sem bjó med henni og strákur sem hún tekkti, hann taladi mikid um ad konur aettu ad elda en karlar ekki og notadi sem rök ad konur hefdu töfra í höndunum sem karlar hefdu ekki. Vid mótmaeltum hardlega og sögdum ad hendur okkar dygdu ágaetlega til ad kaupa frosin mat í Aldi og henda í ofninn og ad karlar gaetu alveg gert tad sama.

Daginn eftir hitti ég taer stöllur á leid heim úr búd og taer budu mér ad koma og elda pítsu med teim. Tad var mikid fjör og trátt fyrir ad allt faeri úrskeidis sem gat bragdadist pítsan vel og fékk okkur til ad endurmeta kenninguna um töframátt kvenmannshanda, tar sem ad eldhúsáhöldin dugdu skammt og mest var gert med berum höndum.


Tók próf um hvada rokkstjarna ég vaeri og fékk Marilyn Manson, ég var ósammála tví svo ég tók annad próf og er miklu ánaegdari :o)

Take the quiz: "WHAT BUFFY CHARACTER ARE YOU?(girls only)"

Willow
You're loving, caring, and sweet! You're very smart, and have a lot of friends that care about you!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gaman að þú skyldir njóta óperunnar. Hins vegar hefur næstum allt í þessari Þýskalandsdvöld þinni sem lýtur að skipulagi verið algjörlega öndvert við þá mýtu að Þjóðverjar séu skipulagðastir allra.
Mamman